Vinnuskúrinn

Vinnuskúrinn er vettvangur umræðu um fréttir vikunnar og það sem hæst ber í samfélaginu hverju sinni út frá sjónarhóli alþýðunnar og almannasamtaka.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson

Podcast expand_more Væntanlegur aftur á dagskrá

Þættir

Vinnuskúrinn 26. febrúar

Vinnuskúrinn 26. febrúararrow_forward

S01 E007 — 26. feb 2022

Fyrst kemur í Vinnuskúrinn Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og ræðir sína sýn á verkefni verkalýðshreyfingarinnar. Hver eru sérstök baráttumál opinberra starfsmanna og um hvað getur breið verkalýðshreyfing sameinast um? ER BSRB með stefnu varðandi opinberan rekstur, einkavæðingu, vald starfsfólks um þróun þeirra stofnana og kerfa sem það vinnur innan?

Þegar klukkan verður korter í ellefu bætast í hópinn til að ræða fréttir vikunnar frá sjónarhóli hins vinnandi manns þær Sandra B. Franks Sjúkraliðafélag Íslands, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Félag grunnskólakennara og Steinunn Bergmann Félagsráðgjafafélag Íslands. Og þær munu auk þess ræða stéttabaráttu kvennastétta.

Vinnuskúrinn 19. febrúar

Vinnuskúrinn 19. febrúararrow_forward

S01 E006 — 19. feb 2022

Fyrst kemur í Vinnuskúrinn nýkjörinn formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og lýsir sinni sýn á framtíð verkalýðshreyfingarinnar. Hvernig verður hreyfingin sterk og hvernig nær hún árangri? Ef ágreiningur er um markmið og aðferðir; um hvað snýst þá ágreiningur?

Þegar klukkan verður korter í ellefu bætast í hópinn til að ræða fréttir vikunnar frá sjónarhóli hins vinnandi manns þau Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar í Skagafirði, Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara og Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands.

Vinnuskúrinn 12. febrúar

Vinnuskúrinn 12. febrúararrow_forward

S01 E005 — 12. feb 2022

Fyrst kemur í Vinnuskúrinn Fjölnir Sæmundsson, sem kjörinn var formaður Landssambands lögreglumanna á síðasta ári, felldi sitjandi formann í kosningum. Fjölnir segir frá sjálfri sér, kjarabaráttu lögreglumanna, sérstöðu hennar og stöðu opinberra starfsmanna. Og við ræðum lýðræðið innan verkalýðshreyfingarinnar, kosningar um og forystuskipti.

Þegar klukkan verður korter í ellefu bætast í hópinn til að ræða fréttir vikunnar frá sjónarhóli hins vinnandi manns þeir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélagsins á Akranesi, Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Vinnuskúrinn 5. febrúar

Vinnuskúrinn 5. febrúararrow_forward

S01 E004 — 5. feb 2022

Fyrst kemur í Vinnuskúrinn Hjördís Þ. Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags á Austurlandi, og segir frá sjálfri sér, AFLi og verkalýðsbaráttunni á Austurlandi, sameiningu stéttarfélaga og möguleikum verkalýðsins í komandi samningum.

Svo bætast í hópinn til að ræða fréttir vikunnar frá sjónarhóli hins vinnandi manns þau Finnbogi Sveinbjörnsson formaður VerkVest, Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýn á Húsavík og Halldóra S. Sveinsdóttir formaður Bárunnar á Selfossi. Allir eru gestirnir formenn verkalýðsfélaga á landsbyggðinni, svo það verður sérstaklega rætt; kaup og lífskjör verkalýðsins um landið.

Vinnuskúrinn 29. janúar

Vinnuskúrinn 29. janúararrow_forward

S01 E003 — 29. jan 2022

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræðir við Gunnar Smára um baráttu sína og um Neytendasamtökin og baráttu þeirra. Eru Neytendasamtökin hluti af réttindabaráttu almennings svipað og verkalýðshreyfingin eða er baráttan eðlisólík? Eru neytendasamtök borgaraleg á meðan verkalýðsfélög eru hluti hinnar sósíalísku arfleifðar? Eru Neytendasamtök á Íslandi ekki nógu sterk? Og ef svo er ekki, hvers vegna?

Þegar klukkan verður korter í ellefu bætast í hópinn til að ræða fréttir vikunnar frá sjónarhóli hins vinnandi manns þau Magnús Þór Jónsson nýkjörinn formaður Kennarasambandsins, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur.

Vinnuskúrinn 22. janúar

Vinnuskúrinn 22. janúararrow_forward

S01 E002 — 22. jan 2022

Fyrst ræðir Gunnar Smári við Ögmund Jónasson sem hefur sent frá sér bókina Rauði þráðurinn, þar sem hann fjallar meðal annars um verkalýðsmál, en Ögmundur var formaður BSRB í 21 ár. Hver er munurinn á verkalýðsbaráttunni nú og þá? Er verkalýðshreyfingin áhrifameiri í dag en áður var?

Þegar klukkan verður korter í ellefu bætast í hópinn til að ræða fréttir vikunnar frá sjónarhóli hins vinnandi manns þær Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins, Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Þuríður Harða Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins.

Vinnuskúrinn 15. janúar

Vinnuskúrinn 15. janúararrow_forward

S01 E001 — 15. jan 2022

Fyrst ræðir Gunnar Smári við Þórarinn Eyfjörð, formann Sameykis, um hann sjálfan og félagið sem hann stýrir, hagsmuni hópsins, baráttuaðferðir og taktík. Hvað vilja opinberir starfsmenn fá út úr komandi kjarasamningum? Eiga opinberir starfsmenn að hafa mótandi áhrif á þróun þjónustu og rekstrar ríkisvaldsins?

Á eftir koma þau til að ræða fréttir vikunnar frá sjónarhóli hins vinnandi manns þau Hjördís Þ. Sigurþórsdóttir formaður AFLs á Austurlandi, Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí