Vinnuskúrinn

Vinnuskúrinn er vettvangur umræðu um fréttir vikunnar og það sem hæst ber í samfélaginu hverju sinni út frá sjónarhóli alþýðunnar og almannasamtaka.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson

Podcast expand_more Væntanlegur aftur á dagskrá

Þættir

Vinnuskúrinn 21. maí

Vinnuskúrinn 21. maíarrow_forward

S01 E017 — 21. maí 2022

Til að ræða fréttir vikunnar koma í Vinnuskúrinn þau Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Friðrik Jónsson formaður BHM. Kosningaúrslit, staða flokkanna, tillögur i húsnæðismálum, flóttafólk, stríð og spilling.

Vinnuskúrinn 14. maí

Vinnuskúrinn 14. maíarrow_forward

S01 E016 — 14. maí 2022

Til að ræða fréttirnar í kosningaviku koma í Vinnuskúrinn þau Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna, Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands, Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Hallfríður Þórarinsdóttir sem verið hefur fundarstjóri á mótmælunum á Austurvelli að undanförnu, en segja má að Austurvöllur sé eitt af almannasamtökum landsins. Við ræðum kosningar og pólitík, dýrtíð og vaxtahækkanir, húsnæðiskreppu og heilbrigðiskerfið en líka Júróvison og kappræður.

Vinnuskúrinn 7. maí

Vinnuskúrinn 7. maíarrow_forward

S01 E015 — 7. maí 2022

Til að ræða fréttir viðburðaríkrar viku koma í Vinnuskúrinn þau Guðrún Elín Pálsdóttir formaður Verkalýðsfélag Suðurlands, Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM og Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins.

Ríkisstjórnin kynnti allskonar í gær eftir erfiðar vikur vegna bankasölunnar, sveitarstjórnarkosningar eru í nánd og farnar að hafa áhrif á fréttirnar, verðbólga hækka og vextir rjúka upp og enn er mótmælt. Þetta og fleira verður til umræðu á laugardagsmorgni.

Vinnuskúrinn 30. apríl

Vinnuskúrinn 30. aprílarrow_forward

S01 E014 — 30. apr 2022

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, kannski umdeildasta kona Íslands um þessar mundir, verður fyrsti gesturinn í Vinnuskúrnum á morgun. Við ræðum tímamótin í Eflingu en líka um hvernig stéttabarátta láglaunafólks verður á næstu misserum.

Um korter fyrir ellefu koma í Vinnuskúrinn að ræða fréttir viðburðaríkrar viku þau Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélag Íslands, Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis og Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar.

Vinnuskúrinn 23. apríl

Vinnuskúrinn 23. aprílarrow_forward

S01 E013 — 23. apr 2022

Til að ræða fréttir viðburðaríkrar viku koma í Vinnuskúrinn þau Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB, Friðrik Jónsson formaður BHM, Drífa Snædal forseti ASÍ og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara.

Bankasala, ráðherraábyrgð, átök í Eflingu, stríð í Úkraínu og breytt heimsmynd, fordómar og rasismi í samfélaginu, dýrtíð og misskipting, húsnæðiskreppa og fólk í óleyfisíbúðum.

Vinnuskúrinn 9. apríl

Vinnuskúrinn 9. aprílarrow_forward

S01 E012 — 9. apr 2022

Magnús Þór Jónsson hefur tekið við sem formaður Kennarasambandsins. Við ræðum við hann í fyrramálið um komandi baráttu kennara fyrir bættum lífskjörum og betra skólakerfi. Síðan koma í Vinnuskúrinn þau Hjördís Þ. Sigurþórsdóttir formaður AFLs starfsgreinafélags á Austurlandi, Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Hilmar Harðarson formaður Samiðnaðar og Félags iðn- og tæknigreina og ræða við okkur Magnús um fréttir vikunnar, bankasölu, átök á Alþingi, vaxandi verðbólgu og fleira.

Vinnuskúrinn 26. mars

Vinnuskúrinn 26. marsarrow_forward

S01 E011 — 26. mar 2022

Vilhjálmur Birgisson nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins kemur fyrstur í Vinnuskúrinn, fagnar sigri og horfir fram á veg. Hvað merkir kjör hans fyrir stefnu verkalýðshreyfingarinnar, baráttuaðferðir og áherslur? Síðan koma í Vinnuskúrinn að ræða fréttir vikunnar þau Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nýkjörinn varaformaður Starfsgreinasambandsins, Guðmundur Helgi Þórarinsson sem í gær var endurkjörinn formaður VM félag vélstjóra og málmtæknimanna og Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis.

Vinnuskúrinn 19. mars

Vinnuskúrinn 19. marsarrow_forward

S01 E010 — 19. mar 2022

Við byrjum á umræðum milli þeirra sem bítast munu um formannsstólinn í Starfsgreinasambandinu á þingi sambandsins í næstu viku. Vilhjálmur Birgisson, formanni Verkalýðs- og sjómannafélag Akranes, og Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, ræða um ágreininginn innan Alþýðusambandsins og Starfsgreinasambandsins, um áherslur sínar í verkalýðsbaráttunni, málefnin sem mestu skipta og hlutverk forystunnar í baráttunni. Á eftir koma þær Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félag grunnskólakennara, og Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, í Vinnuskúrinn og við ræðum fréttir vikunnar frá sjónarhóli verkalýðs og almennings.

Vinnuskúrinn 12. mars

Vinnuskúrinn 12. marsarrow_forward

S01 E009 — 12. mar 2022

Fyrst kemur í Vinnuskúrinn klukkan tíu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og ræðir harða gagnrýni sína á stjórn Alþýðusambandsins og forystu margra verkalýðsfélaga sem hann lagði fram í grein í vikunni. Um hvað eru átökin í verkalýðshreyfingunni og hvernig munu þau enda; með klofningi, sigri eins arms yfir hinum eða sáttum?

Þegar klukkan verður korter í ellefu bætast í hópinn til að ræða fréttir vikunnar frá sjónarhóli vinnandi fólks, öryrkja og eldri borgara þau Kristján Þórður Snæbjarnarson, fyrsti varaforseti Alþýðusambandsins og formaður Rafiðnaðarsambandsins, Helgi Pétursson formaður Landssambands eldri borgara og María Pétursdóttir formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um húsnæðismál.

Vinnuskúrinn 5. mars

Vinnuskúrinn 5. marsarrow_forward

S01 E008 — 5. mar 2022

Fyrst kemur í Vinnuskúrinn klukkan tíu Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðja á Akureyri og Starfsgreinasambandsins. Björn er þessi misserin að ljúka löngum ferli innan verkalýðshreyfingarinnar, hættir sem formaður Starfsgreinasambandsins eftir nokkrar vikur og hefur gefið út að hann mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Einingar-Iðja. Við notum þessi tímamót til að ferðast yfir langan tíma með Birni, horfum yfir sögu og þróun verkalýðshreyfingarinnar, Akureyri, samfélags og stjórnmála.


Þegar klukkan verður korter í ellefu bætast í hópinn til að ræða fréttir vikunnar frá sjónarhóli hins vinnandi manns þau Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins, Friðrik Jónsson formaður BHM og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður stjórnar Leigjendasamtakanna.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí