Hugaríþróttir fái inni í Þjóðarhöllinni

Samfélagið 19. apr 2024

Bridgesamband Íslands og Skáksamband Íslands biðla til stjórnvalda að hugaríþróttir fái inni í Þjóðarhöllinni.

Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sambandanna tveggja.

Þar er skorað á Ásmund Einar Daðason menntamálaráðherra og Einar Þorsteinsson borgarstjóra að ýta undir að bridsarar og skákmenn geti undir einum hatti hugaríþrótta fengið sameiginlega aðstöðu í Þjóðarhöllinni  Laugardal.

„Ljóst er að skák og bridge njóta mikill vinsælda á Íslandi sem og alþjóðlega,“ segir í bréfinu og er rætt um að barna- og unglinga sé nú í forgrunni innan beggja sambanda.

Aðstöðu vanti til að sinna unga fólkinu. Samnýting húsnæðis henti vel. Óskað er eftir áframhaldandi viðræðum við ráðuneyti og borg svo þetta geti orðið að veruleika.

Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, fyrrum skólameistari Kvennaskólans og formaður Félags skólameistara, tekur undir þessar hugmyndir. Hún segir skemmtilegt að fylgjast með uppgangi í skák og bridge. Reynslan segi henni að fjölmörg ungmenni finni sig í hugaríþróttum en ekki í öðru starfi.

Um bridge segir Ingibjörg, sem sjálf þekkir til íþróttarinnar, að spilið auki samskiptahæfni og félagsþroska og efli námsárangur, einkum í raungreinum.

Sömu sögu er að segja um skák eftir því sem fram kemur hjá Skáksambandinu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí