„Við höf­um svo sterk­ar teng­ing­ar við Króa­tíu“

Króatía er eitt fá­tæk­asta land í Evr­ópu­sam­band­inu og marg­ir búa þar við bág kjör. Eva Ruza, syst­ur henn­ar tvær og for­eldr­ar, styrkja alls fjög­ur börn í sama SOS barna­þorp­inu í Króa­tíu. Þau bind­ast land­inu sterk­um bönd­um enda er fað­ir Evu, Stan­ko Milj­evic, al­inn þar upp en hann flutt­ist til Ís­lands í leit að betra lífi árið 1972.

Haust­ið 2023 héldu Eva og syst­ur henn­ar, Tinna og Debbý, til Króa­tíu í þeim til­gangi að heim­sækja öll styrkt­ar­börn fjöl­skyld­unn­ar í barna­þorp­ið. Fram­leidd­ur var sjón­varps­þátt­ur um heim­sókn­ina sem sýnd­ur var á RÚV um pásk­ana, 2024.

Sjónvarpsþáttinn má sjá á vef RÚV.

Hafði ekki hug­mynd um að SOS Barna­þorp­in væru í Króa­tíu

„Syst­ir mín gerð­ist SOS-for­eldri af því ég tal­aði svo mik­ið um hvað það væri geggj­að og fékk barn í Króa­tíu,“ seg­ir Eva Ruza. „Þá hugs­aði ég: Ó, er barna­þorp í Króa­tíu? Ég hafði ekki hug­mynd um að það væri og sótti um og ósk­aði sér­stak­lega eft­ir að ég fengi í Króa­tíu út af teng­ing­unni við pabba.“

Stan­ko Milj­evic, fað­ir Evu Ruzu, kom til Ís­lands 1972 í leit að betra lífi. Fjöl­skyld­an hef­ur alla tíð hald­ið góð­um tengsl­um við Króa­tíu, heima­land Stan­kos, og þeg­ar Eva komst að því að SOS-barna­þorp­in væru þar sótti hún um að ger­ast SOS-for­eldri þar.

Ein­stök teng­ing Ís­lands og Króa­tíu

Eva er vel­gjörða­sendi­herra SOS Barna­þorp­anna á Ís­landi sem áttu frum­kvæð­ið að því að gera sjón­varps­þátt um Evu og tengsl henn­ar við Króa­tíu. Þeg­ar leið á und­ir­bún­ing fyr­ir heim­sókn­ina ákváðu Tinna og Debbý að kaupa sér flug­miða og skella sér með í þessa ein­stöku heim­sókn, enda styrkja þær börn í þessu sama barna­þorpi, rétt eins og for­eldr­ar þeirra sem komust því mið­ur ekki með í ferð­ina. Þessa sér­stöku sögu varð að segja, um ein­staka teng­ingu Evu og fjöl­skyldu henn­ar við Króa­tíu og SOS Barna­þorp­in.

„SOS Barna­þorp­in höfðu sam­band við mig og spurðu hvort ég hefði áhuga á að fara til Króa­tíu, heim­sækja barn­ið mitt og taka syst­ur mín­ar með. Þetta var aldrei spurn­ing um nei eða já. Ég nátt­úru­lega sagði að sjálf­sögðu já,“ seg­ir Eva. Í þætt­in­um Eva Ruza í Króatíu fylgja áhorf­end­ur systr­un­um Evu, Tinnu og Debbý í barna­þorp­in tvö þar í landi.

Mik­il­ar til­finn­ing­ar að heim­sækja barna­þorp­in

„Þetta verð­ur mjög erfitt og mjög mikl­ar til­finn­ing­ar,“ sér Eva Ruza í hendi sér um heim­sókn­ina í barna­þorp­in áður en lagt er af stað frá Ís­landi. „Af því við höf­um svo sterk­ar teng­ing­ar við Króa­tíu.“

Fað­ir Evu Ruzu ólst upp í því sem þá var Júgó­slav­ía. 1991 hófst þar stríð sem ent­ist í ára­tug. Átök­in urðu til þess að land­ið sem pabbi henn­ar ólst upp í lið­að­ist í sund­ur. Í rúm tíu ár gátu Eva og fjöl­skylda henn­ar ekki heim­sótt ætt­fólk sitt í Króa­tíu. „Amma þín og afi dóu á með­an stríð­ið var og það var ekki mögu­leiki fyr­ir pabba þinn að kom­ast út,“ rifjar Lauf­ey móð­ir Evu upp. „Það var ekk­ert hægt að gera, ekk­ert hægt að fara.“

Króatía er eitt fá­tæk­asta land­ið í Evr­ópu­sam­band­inu

Eft­ir langt ferða­lag lentu syst­urn­ar í Za­greb og hittu þar Gor­dönu Daniel, verk­efn­is­stjóra SOS Barna­þorp­anna í Króa­tíu. „Króatía er eitt fá­tæk­asta land­ið í Evr­ópu­sam­band­inu,“ seg­ir Gor­d­ana. „Fæð­ing­ar­tíðni lækk­ar frá ári til árs, börn­um og ungu fólki fer fækk­andi vegna bágra lífs­kjara.“

„At­vinnu­mögu­leik­ar eru litl­ir svo mörg yf­ir­gefa Króa­tíu að leita lífs­ham­ingju ann­ars stað­ar,“ seg­ir Gor­d­ana. „Þetta er okk­ar veru­leiki, hann er ekki eins vel þekkt­ur og strend­ur okk­ar og borg­ir.“

Fólk yf­ir­gef­ur land­ið enn í leit að betra lífi

Mörg þeirra barna sem dvelja í barna­þorp­un­um í Króa­tíu hafa orð­ið fyr­ir áföll­um og koma úr erf­ið­um fjöl­skyldu­að­stæð­um. „Þau hafa orð­ið fyr­ir sam­fé­lags­legu áfalli. Sál­ræn áföll geta erfst á milli kyn­slóða. Það rík­ir enn stríðs­ástand, fólk hat­ast og hræð­ist hvert ann­að,“ seg­ir Gor­d­ana. „Sum barn­anna ræða um stríð og nei­kvæð­ar til­finn­ing­ar í garð Serba.“

„Pabbi minn fór af því hann vildi betra líf,“ seg­ir Eva Ruza. „Það er skrít­ið að hugsa til þess að fólk sé enn þá að yf­ir­gefa land­ið í leit að betra lífi. Við erum enn þá þar.“

Frétt af vef SOS barnaþorpa.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí