Vörn gegn bakslagi er að sækja fram

Kvenréttindi 30. sep 2022

Eina leiðin til að verjast bakslaginu í baráttu kvenna er að sækja fram, vera á undan, segir Steinunn Rögnvaldsdóttir kynjafræðingur í samtali við Rauða borðið um sókn hægri flokka í Evrópu sem margir stefna að því leynt og ljóst að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs.

Sem dæmi um slíka aðgerð nefnir Steinunn bók sem hún skrifaði með Silju Báru Ómarsdóttur um reynslu 76 kvenna af fóstureyðingum. Bókina Rof skrifuðu þær meðvitaðar um að fram undan væru átök um ný lög um þungunarrof, sem urðu líka harðvítug og hatröm. Og líklega var ástæða þess að svo langur tími leið frá því að lög um fóstureyðingar voru sett 1975 að þau ný lög voru sett með auknum rétti kvenna 2019 að konur vissu að það það yrði mótspyrna ef auka ætti rétt þeirra.

Andstaðan hér heima eigi sér sömu rót og í Evrópu þar sem víða er verið að þrengja að rétti kvenna, t.d. í Póllandi og Ungverjalandi og umræða er hafin í Frakklandi og Ítalíu um hvernig auka megi frjósemi kvenna, sem vanalega er undanfari tillagna um að gera aðgengi að þungunarrofi þrengri, erfiðari eða niðurlægjandi. Í Ungverjalandi er konum nú skylt að hlusta á hjartslátt fóstursins áður en þær fá að gangast undir þungunarrof.

Í Bandaríkjunum er bakslagið mikið og afgerandi. Sum fylki hafa nánast bannað þungunarrof, mörg þrengt réttinn mikið og önnur eru með í undirbúningi að herða lögin.

Steinunn ræðir þessa stöðu og hvernig bregðast má við henni í samtali við Rauða borðið sem sjá má og heyra í spilaranum hér að ofan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí