Hörður Svavarsson leikskólastjóri hélt því fram í viðtali við Rauða borðið að álagið vegna þrengsla í leikskólum sé orðið svo mikið að fullorðna fólkið forði sér, þess vegna sé erfitt að ráða fólk til starfa í leikskólunum. En eftir sitja börnin, þau geta ekki forða sér og aðstæður þeirra eru óviðunandi og valdi áreiti og álagi.
Hörður hefur rannsakað hvaða rými börn hafa í leikskólum og hann bendir á að leikskólar séu meira mannaðir á íslandi en í öðrum löndum. Það er vegna þess að viðbrögðin vegna aukins álags sem þrengslin valda hafa verið ákall um aukna mönnun. Hann telur að ef börnin hefðu meira rými, á borð við það sem gerist í öðrum löndum, þyrfti ekki eins mikla mönnun.
Hörður nefndi dæmi um leikskóla sem hann mældi í Reggio Emilia á Ítalíu. Í ítalska skólanum voru 68 börn. „Ef þessi skóli væri á Íslandi, væri krafa sveitarfélaganna á Íslandi að í skólanum væru 150 börn,“ sagði Hörður. „Ríkið setur ekkert fjármagn í byggingu eða rekstur leikskóla, þó það fjármagni öll önnur skólastig. Þetta er vanfjármagnað kerfi og þess vegna hefur sífellt fleiri börnum verið komið fyrir í rýminu, sem nú er orðið allt of lítið.
Horfa má á samtalið við Hörð í spilaranum hér að ofan.