Allt of þröngt um börnin á leikskólunum

Menntamál 18. sep 2022

Hörður Svavarsson leikskólastjóri hélt því fram í viðtali við Rauða borðið að álagið vegna þrengsla í leikskólum sé orðið svo mikið að fullorðna fólkið forði sér, þess vegna sé erfitt að ráða fólk til starfa í leikskólunum. En eftir sitja börnin, þau geta ekki forða sér og aðstæður þeirra eru óviðunandi og valdi áreiti og álagi.

Hörður hefur rannsakað hvaða rými börn hafa í leikskólum og hann bendir á að leikskólar séu meira mannaðir á íslandi en í öðrum löndum. Það er vegna þess að viðbrögðin vegna aukins álags sem þrengslin valda hafa verið ákall um aukna mönnun. Hann telur að ef börnin hefðu meira rými, á borð við það sem gerist í öðrum löndum, þyrfti ekki eins mikla mönnun.

Hörður nefndi dæmi um leikskóla sem hann mældi í Reggio Emilia á Ítalíu. Í ítalska skólanum voru 68 börn. „Ef þessi skóli væri á Íslandi, væri krafa sveitarfélaganna á Íslandi að í skólanum væru 150 börn,“ sagði Hörður. „Ríkið setur ekkert fjármagn í byggingu eða rekstur leikskóla, þó það fjármagni öll önnur skólastig. Þetta er vanfjármagnað kerfi og þess vegna hefur sífellt fleiri börnum verið komið fyrir í rýminu, sem nú er orðið allt of lítið.

Horfa má á samtalið við Hörð í spilaranum hér að ofan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí