Ekkert verið að gera til að koma til móts við neytendur

Verkalýðsmál 20. sep 2022

„Staðan hér á landi er sorgleg þegar kemur að því að verja neytendur og heimili enda nánast ekkert verið að gera til að koma til móts við neytendur hér á landi vegna okurvaxta og hækkunar á öllum framfærslukostnaði heimilanna,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akranes.

Vilhjálmur vísar í frétt Ríkisútvarpsins um aðgerðir hollenskra stjórnvalda á Facebook: Verðþak á raforkukostnað hollenskra heimila.

Vilhjálmur skrifar: „Í þessari frétt kemur fram að Hollensk stjórnvöld hafi boðað að þak verði sett á rafmagnsreikninga landsmanna frá 1. janúar 2023, í því augnamiði að verja neytendur gegn ört hækkandi orkuverði.

Samkvæmt frétt De Telegraaf er áætlað að innleiðing verðþaksins kosti ríkissjóð á bilinu 6 – 10 milljarða evra, jafnvirði 840 – 1.400 milljarða króna. Það bætist ofan á um 16 milljarða evra, jafnvirði 2.240 milljarða króna, sem stjórnvöld hafa þegar varið til að hjálpa borgurum landsins að takast á við hækkandi framfærslukostnað, einkum vegna hækkandi matvæla- og orkuverðs.

Samkvæmt þessari frétt má áætla að hollensk stjórnvöld séu að setja 3300 milljarða ísk. til að verja neytendur og heimili vegna hækkunar á framfærslukostnaði heimilanna, en þetta gerir um 2,8% af landsframleiðslu Hollands.

Ef við heimfærum þessar aðgerðir hollenskra stjórnvalda sem nema eins og áður sagði 2,8% af landframleiðslu Hollands yfir á landsframleiðslu Íslands þá myndi það þýða að stjórnvöld þyrftu að koma með 90 milljarða aðgerðapakka til að hjálpa neytendum og heimilum hér á landi vegna stóraukins framfærslukostnaðar heimilanna.

Staðan hér á landi er hins vegar sorgleg þegar kemur að því að verja neytendur og heimili enda nánast ekkert verið að gera til að koma til móts við neytendur hér á landi vegna okurvaxta og hækkunar á öllum framfærslukostnaði heimilanna.

Hollensk stjórnvöld ætla til að standa straum af þessum kostnaði — sem meðal annars felst í 10 prósenta hækkun lágmarkslauna og hækkun tekjutengdrar niðurgreiðslu á heilbrigðisþjónustu, húsaleigu og fleiru — grípa til mótaðgerða á borð við hækkun fjármagnstekju- og fyrirtækjaskatts.“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí