Leigufélag lífeyrissjóða er vörn gegn verðbólgu

Húsnæðismál 15. sep 2022

Ólafur Margeirsson hagfræðingur tiltók marga kosti þess að lífeyrissjóðirnir byggðu leiguhúsnæði í samtali við Rauða borðið, meðal annars að öflugt leigufélag lífeyrissjóðanna myndi draga úr verðsveiflum á húsnæðismarkaði og þar með hætti á verðbólguskotum.

Ólafur benti á að lífeyrissjóðir í Evrópu og ekki síst í Sviss, þar sem hann býr, verji stórum hluta af ráðstöfunarfé sínu til að byggja og leigja íbúðarhúsnæði. Í Sviss er hlutfallið 22-25% af eignum sjóðanna.

Ástæðan er að leiguhúsnæði er góð langtímafjárfesting fyrir lífeyrissjóði sem skilar góðri ávöxtun auk þess sem öflug leigufélög geta bætt lífskjör sjóðfélaga og aukið jafnvægi í hagkerfinu.

25% af eignum íslenskra lífeyrissjóða er um 1.650 milljarðar króna. Ólafur segist ekki leggja til að slíkum fjárhæðum yrði varið á skömmum tíma til að byggja upp leiguhúsnæði, en það mætti sjá fyrir sér slíkar stærðir eftir nokkra áratugi.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí