Leigufélag lífeyrissjóða er vörn gegn verðbólgu

Húsnæðismál 15. sep 2022

Ólafur Margeirsson hagfræðingur tiltók marga kosti þess að lífeyrissjóðirnir byggðu leiguhúsnæði í samtali við Rauða borðið, meðal annars að öflugt leigufélag lífeyrissjóðanna myndi draga úr verðsveiflum á húsnæðismarkaði og þar með hætti á verðbólguskotum.

Ólafur benti á að lífeyrissjóðir í Evrópu og ekki síst í Sviss, þar sem hann býr, verji stórum hluta af ráðstöfunarfé sínu til að byggja og leigja íbúðarhúsnæði. Í Sviss er hlutfallið 22-25% af eignum sjóðanna.

Ástæðan er að leiguhúsnæði er góð langtímafjárfesting fyrir lífeyrissjóði sem skilar góðri ávöxtun auk þess sem öflug leigufélög geta bætt lífskjör sjóðfélaga og aukið jafnvægi í hagkerfinu.

25% af eignum íslenskra lífeyrissjóða er um 1.650 milljarðar króna. Ólafur segist ekki leggja til að slíkum fjárhæðum yrði varið á skömmum tíma til að byggja upp leiguhúsnæði, en það mætti sjá fyrir sér slíkar stærðir eftir nokkra áratugi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí