Sara María Júlíusdóttir jógakennari er að læra hugvíkkandi meðferð þar sem notast er við ýmiss psychedelic lyf eins og sveppi, ayahuasca, alsælu og LSD. Hún hefur stofnað félag um hugvíkkandi meðferð, sem standa mun að fræðslu fyrir þau sem vilja kynnast þessum efnum og hvernig þau gagnast fólki. Og hún stendur fyrir stórri alþjóðlegri ráðstefnu um hugvíkkandi meðferðir í Hörpu í janúar komandi.
Sara María fór yfir hin ýmsu efni í samtali við Rauða borðið og lýsti áhrifum þeirra á sig og hvernig annað fólk hefur sagt frá hvernig þau hafi haft afgerandi áhrif á líf sitt. Hún lýsti ólíkri virkni efnanna og hvernig þau gagnast fólki sem glímir við afleiðingar áfalla, geðraskanir, kvíða og tilvistarlegan vanda mannskepnunnar.
Þessara efna hefur verið neitt lengi, stundum sem hluta af andlegri iðkun eða í leynd, því þau eru ólögleg. Eftir að rannsóknum á virkni þeirra var að mestu hætt eftir þau voru skilgreind sem eiturlyf fyrir hálfri öld hefur orðið endurvakning á síðustu árum. Í dag eru bundnar miklar vonir við að efnin gagnist fólki með geðraskanir auk þess sem fólk mun halda áfram að nota þau til að öðlast meiri sátt, frið og farsæld.
Í spilaranum hér að ofan má hlýða á Söru Maríu segja sögu þessara efni, frá virkni þeirra og eigin reynslu af þeim. Árný Jóhannesdóttir læknir koma að Rauða borðinu um daginn og sagði frá niðurstöðum sínum og Engilberts Sigurðssonar sem þau greindu frá í grein í nýjasta Læknablaðinu: Notkun psilocybins við meðferðarþráu þunglyndi. Viðtalið við Árnýju má nálgast hér:
Sara María stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu í janúar á næsta ári þar sem mæta margt af því fólki sem leitt hefur endurvakning á áhrifamætti hugvíkkandi efna. Má þar nefna Michael Pollan, blaðamann sem síðast gerði þáttaröð um hugvíkkandi efni fyrir Netflix: How to Change Your Mind, the history of Psychedelics. Kanadíski geðlæknirinn Gabor Maté kemur einnig, en hann hefur mikið fjallað um áföll og áhrif þeirra á heilsu og sjálfsmynd fólks. Rick Doblin hefur leitt rannsóknir á MDMA-meðferð við áfallastreituröskun í meira en 35 ár, en MDMA hefur verið kallað alsæla.
Hér má sjá aðra fyrirlesara á ráðstefnunni: Psychedelic in Medicine
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga