Verðbólga er góð fyrir fyrirtæki

Forstjóri Bandaríska fyrirtækisins Iron Mountain, sem sérhæfir sig í gagnageymslu, sagði sérfræðingum á Wall Street nýlega að mikil verðbólga undanfarinna ára hefði hjálpað að auka tekjurnar og af þeim ástæðum hafi hann lengi dansað „verðbólgu dansinn“ til að biðja fyrir aukinni verðbólgu.

Orð forstjórans, William Meaney, eru óvenjulega hreinskilin viðurkenningu innan úr  viðskiptalífinu að fyrirtæki nota verðbólgu sem tækifæri til að hækka verð. Enda er það undir fyrirtækjum sjálfum komið hvernig verðleggja skuli vörur og þjónustu. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forstjórinn lætur hafa eftir sér viðlíka athugasemdir en árið 2018 sagði hann: „Þetta er eins og regndans, ég bið fyrir verðbólgu á hverjum degi sem ég mæti í vinnuna [því] hver einasti verðbólgupunktur eykur hagnað okkar.“

Á samkomu með fjárfestum útskýrði Meaney að „þar sem verðbólgan hefur verið í nokkuð hröðum vexti … getum við hækkað verðið á undan“ — með öðrum orðum geta fyrirtækin hækkað verð meira en verðbólga segir til um.

Meaney bætti við að  verðbólga „dekki augljóslega aukinn kostnað fyrirtækisins, og … mikið af hækkun verðsins renni beint í hagnað.“ Hann benti einnig á að þetta ætti ekki bara við um fyrirtæki hans: „Við erum að sjá hvernig FedEx, UPS og aðrir gera þetta til að verja sig og fleita þessari verðbólgu áfram“.

Ummæli stjórnenda Iron Mountain vekja upp spurninguna um hver muni borga kostnaðinn við að ná niður verðbólgunni sem hefur aukist gríðarlega á vesturlöndum á árinu og einnig á Íslandi.

Þrátt fyrir met hagnað fjölda Íslenskra fyrirtækja hefur Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri sent verkalýðshreyfingunni skýr skilaboð um að halda sig á mottunni. Haft er eftir seðlabankastjóranum ViðskiptaMogganum í ágúst að hann hafi ekkert val annað en að hækka vexti enn meira ef „samn­ing­ar verða út úr korti miðað við fram­leiðni í land­inu“.

Íslensk fyrirtæki hafa mörg hver skiluðu auknum hagnaði á síðasta ári. Bankarnir tvö- og þrefölduðu hagnað sinn milli ára. Samanlagður hagnaður bankanna fór úr 30 í 81 milljarð króna. Önnur fyrirtæki sem hafa undanfarið tilkynnt um met hagnaði eru Sýn, N1, ELKO, Krónan, Landsvirkjun og Skeljungur, á tíma sem verðbólgan hefur ekki verið hærri síðan 2010.

Myndin er af William Meaney forstjóri Iron Mountain.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí