Ofsóknir gegn tjáningarfrelsinu

Fjölmiðlar 7. okt 2022

„Sakirnar á hendur Julian Assange eru þær að hafa komið á framfæri upplýsingum um stríðsglæpi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í írak, Afganistan og víðar,“ skrifar Ögmundur Jónasson á síðu sína, en hann stendur með fleirum fyrir samstöðu við Alþingishúsið á morgun til þess að krefjast þess að Julian Assange verði látinn laus úr fangelsi.

Ögmundur segir að upplýsingarnar sem Wikileaks birti hafi síðan verið birtar í öllum helstu fjölmiðlum um allan heim enda þóttu þær mikilvægt innlegg í umræðu um ofbeldi og mannréttindabrot.

„Þingmenn, fjölmiðlafólk og allur almenningur verða að rísa upp til varnar Julian Assange og þar með frjálsri fjölmiðlun. Ofsóknir á hendur Wikileaks og Julian Assange beinast gegn tjáningarfrelsinu og þar með lýðræðinu,“ skrifar Ögmundur.

Samstaðan hefst kl. 12 og líkur kl. 13 á sama tíma og efnt verður til sams konar fundar við breska þingið í London. Með þessu móti eru þingmenn þar og hér hvattir til að beita sér fyrir því að látið verði af ofsóknum á hendur Julian Assange og Wikileaks.

Hér getur fólk skráð mætingu á Facebook: Mótmælum framsali Julian Assanges til Bandaríkjanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí