Arðgreiðslur fjórfalt hærri en launahækkanir

Verkalýðsmál 8. okt 2022

„Í upp­hafi árs spáðu sér­fræð­ingar á fjár­mála­mark­aði því að arð­greiðslur út úr fyr­ir­tækjum sem eru í kaup­höll­inni yrðu minnst 200 millj­arðar á þessu ári. Önnur fyr­ir­tæki eru líka að skila miklum hagn­aði og arð­greiðsl­um. Pen­ing­arnir flæða út úr fyr­ir­tækj­un­um,“ skrifar Stefán Ólafsson, prófessor og sérfræðingur Eflingar í morgun.

„Árleg hækkun launa til þorra vinn­andi fólks á tíma Lífs­kjara­samn­ings­ins á almennum mark­aði kost­aði fyr­ir­tækin ekki mikið meira en 50 millj­arð­ar. Það er mjög lítið í sam­an­burði við væntar arð­greiðslur nú,“ bætir Stefán við.

Of spyr: „Sjá menn ekki sam­heng­ið? Það er aug­ljós­lega gott svig­rúm til að umb­una launa­fólki og skila því hluta sínum af hag­vext­in­um. Launa­hækk­anir þurfa nú að bæta upp bæði tap­aðan kaup­mátt vegna verð­bólgu og vaxta­hækk­ana – og fyrir hag­vöxt­inn að auki. Ann­ars mun hlutur launa­fólks af þjóð­ar­kök­unni minn­ka, sem væri óeðli­legt.“

Grein Stefáns í Kjarnanum, Gamaldags atvinnurekendur í leikhúsi kjarasamninganna, er einskonar gagnrýni á aðalfund Samtaka atvinnulífsins þar sem því var haldið fram að á Íslandi væru hæstu laun í heimi og þau gætu ekki hækkað meir.

„En ég segi að slíkt geti vel gengið ef við erum með næst hæsta verð­lag í heimi – sem er raun­in,“ skrifar Stefán. „En þetta er ekki einu sinni rétt, því við erum nær því að vera með sjö­undu hæstu ráð­stöf­un­ar­tekjur í heimi, en ekki þær næst hæstu.“

Stefán vísar síðan til þess að Hall­dór Benja­mín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hafi bent á sköpun nýrra starfa. Alls hefðu um 30.000 ný störf orðið til á Íslandi á þessum sama ára­tug og kaup­máttur átti að hafa hækkað um 57% samkvæmt SA, sem Stefán heldur fram að sé vitlaust reiknað. Og Stefán segir SA líka reikna vitlaust fjölgun starfa, segir að fjöldi starf­andi á land­inu hafi auk­ist úr 180.000 í um 220.000, eða um nær 40.000 á sl. 10 árum.

„Þarna gengur dæmi SA-­manna hins vega ekki upp,“ segir Stefán og vísar til hækkunar launa og fjölgunar starfa á sama tíma. „Vinnu­mark­aðs­hag­fræðin kennir að þegar laun eru orðin of há þá hætta fyr­ir­tæki að bæta við starfs­fólki. Ný störf verða ekki lengur til. En sú hefur sem sagt ekki verið staðan á Íslandi. Hér eru slegin met í fjölgun nýrra starfa, þannig að flytja þarf inn vinnu­afl í þús­undum til að manna þau. Launin geta því ekki verið of há í þeim aðstæðum sem ríkja á Íslandi. Það er aug­ljóst.“

Stafán vitnar til ummæla Hall­dórs Benja­míns um tímann fyrir þjóðarsáttarsamningana 1990. Þá hafi launin hækkað um 1.850% án þess að skila nokk­urri kaup­mátt­ar­aukn­ingu.

„Þetta er eins rangt og nokkuð getur ver­ið,“ skrifar Stefán. „Einka­neysla jókst að raun­virði um 23% á ára­tugnum frá 1981 til 1990 og það ger­ist ekki án auk­ins kaup­mátt­ar. Á ára­tugnum fyrir þjóð­ar­sátt jókst kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna heim­il­anna um 2,2% á ári að með­al­tali, eða jafn mikið og á ára­tugnum eftir þjóð­ar­sátt. Almennt juk­ust bæði kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna og einka­neysla hátt í helm­ingi meira á ári að jafn­aði á þremur ára­tugum fyrir þjóð­ar­sátt og varð á þremur ára­tugum eftir þjóð­ar­sátt, þrátt fyrir mikla verð­bólgu vegna tíðra geng­is­fell­inga á fyrra skeið­in­u.“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí