Arðgreiðslur fjórfalt hærri en launahækkanir

Verkalýðsmál 8. okt 2022

„Í upp­hafi árs spáðu sér­fræð­ingar á fjár­mála­mark­aði því að arð­greiðslur út úr fyr­ir­tækjum sem eru í kaup­höll­inni yrðu minnst 200 millj­arðar á þessu ári. Önnur fyr­ir­tæki eru líka að skila miklum hagn­aði og arð­greiðsl­um. Pen­ing­arnir flæða út úr fyr­ir­tækj­un­um,“ skrifar Stefán Ólafsson, prófessor og sérfræðingur Eflingar í morgun.

„Árleg hækkun launa til þorra vinn­andi fólks á tíma Lífs­kjara­samn­ings­ins á almennum mark­aði kost­aði fyr­ir­tækin ekki mikið meira en 50 millj­arð­ar. Það er mjög lítið í sam­an­burði við væntar arð­greiðslur nú,“ bætir Stefán við.

Of spyr: „Sjá menn ekki sam­heng­ið? Það er aug­ljós­lega gott svig­rúm til að umb­una launa­fólki og skila því hluta sínum af hag­vext­in­um. Launa­hækk­anir þurfa nú að bæta upp bæði tap­aðan kaup­mátt vegna verð­bólgu og vaxta­hækk­ana – og fyrir hag­vöxt­inn að auki. Ann­ars mun hlutur launa­fólks af þjóð­ar­kök­unni minn­ka, sem væri óeðli­legt.“

Grein Stefáns í Kjarnanum, Gamaldags atvinnurekendur í leikhúsi kjarasamninganna, er einskonar gagnrýni á aðalfund Samtaka atvinnulífsins þar sem því var haldið fram að á Íslandi væru hæstu laun í heimi og þau gætu ekki hækkað meir.

„En ég segi að slíkt geti vel gengið ef við erum með næst hæsta verð­lag í heimi – sem er raun­in,“ skrifar Stefán. „En þetta er ekki einu sinni rétt, því við erum nær því að vera með sjö­undu hæstu ráð­stöf­un­ar­tekjur í heimi, en ekki þær næst hæstu.“

Stefán vísar síðan til þess að Hall­dór Benja­mín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hafi bent á sköpun nýrra starfa. Alls hefðu um 30.000 ný störf orðið til á Íslandi á þessum sama ára­tug og kaup­máttur átti að hafa hækkað um 57% samkvæmt SA, sem Stefán heldur fram að sé vitlaust reiknað. Og Stefán segir SA líka reikna vitlaust fjölgun starfa, segir að fjöldi starf­andi á land­inu hafi auk­ist úr 180.000 í um 220.000, eða um nær 40.000 á sl. 10 árum.

„Þarna gengur dæmi SA-­manna hins vega ekki upp,“ segir Stefán og vísar til hækkunar launa og fjölgunar starfa á sama tíma. „Vinnu­mark­aðs­hag­fræðin kennir að þegar laun eru orðin of há þá hætta fyr­ir­tæki að bæta við starfs­fólki. Ný störf verða ekki lengur til. En sú hefur sem sagt ekki verið staðan á Íslandi. Hér eru slegin met í fjölgun nýrra starfa, þannig að flytja þarf inn vinnu­afl í þús­undum til að manna þau. Launin geta því ekki verið of há í þeim aðstæðum sem ríkja á Íslandi. Það er aug­ljóst.“

Stafán vitnar til ummæla Hall­dórs Benja­míns um tímann fyrir þjóðarsáttarsamningana 1990. Þá hafi launin hækkað um 1.850% án þess að skila nokk­urri kaup­mátt­ar­aukn­ingu.

„Þetta er eins rangt og nokkuð getur ver­ið,“ skrifar Stefán. „Einka­neysla jókst að raun­virði um 23% á ára­tugnum frá 1981 til 1990 og það ger­ist ekki án auk­ins kaup­mátt­ar. Á ára­tugnum fyrir þjóð­ar­sátt jókst kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna heim­il­anna um 2,2% á ári að með­al­tali, eða jafn mikið og á ára­tugnum eftir þjóð­ar­sátt. Almennt juk­ust bæði kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna og einka­neysla hátt í helm­ingi meira á ári að jafn­aði á þremur ára­tugum fyrir þjóð­ar­sátt og varð á þremur ára­tugum eftir þjóð­ar­sátt, þrátt fyrir mikla verð­bólgu vegna tíðra geng­is­fell­inga á fyrra skeið­in­u.“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí