Dýrasti fjármálaráðherra Íslandssögunnar?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar spyr þessarar spurningar á Facebook og á við Bjarna Benediktsson. Þorbjörg vísar til aðgerðaleysis Bjarna frá 2013 vegna fyrirsjáanlegs skells sem almenningur þarf að taka á sig vegna gjaldþrots Íbúðalánasjóðs.

Samstöðin hefur fjallað ítarlega um þetta mál, bent á að vandann megi rekja til laga sem Bjarni samþykkti sem þingmaður 2004, sjá hér: Kveikti sjálfur á tímasprengjunni sem hann réttir nú almenningi. Og hér, þar sem forsagan er rakin nánar: Nýtt Icesave í boði Sjáfstæðisflokks og Framsóknar.

Þorbjörg Sigríður segir Bjarna hafa kynnt á blaðamannafundinum fyrir helgi hugmynd sem gæti „sparað” ríkissjóði gríðarlegar fjárhæðir. Þar hafi hann sagt þó reyndar líka heyra að væntanlegt fjártjón ríkissjóðs í dag væru um 47 milljarðar. Og gæti orðið meira.

„En hvar lá þá eiginlega sparnaðurinn?“ spyr Þorbjörg. „Hann átti að ná fram með því að ná samkomulagi við lánardrottna Íbúðalánasjóðs um uppgjör skulda. Lánardrottnar eru að stærstum hluta lífeyrissjóðirnir. Með öðrum orðum: almenningur í landinu,“ skrifar Þorbjörg.

Og heldur áfram: „Ef þeir vilja ekki semja við fjármálaráðherra á allra næstu vikum ætlar hann að setja lög til að ná fram vilja sínum. Íbúðalánasjóðnum yrði þá í kjölfarið slitið á nýju ári, skuldir látnar gjaldfalla og ríkisábyrgð virkjuð.

En það er auðvitað ekki þannig að kostnaðurinn bara hverfi. Og í sjálfu sér eru það meistaralegir taktar í skapandi skrifum að gefa ævintýralegu fjártjóni nafnið „sparnað”,“ skrifar Þorbjörg.

Þorbjörg segir það auðvitað rétt að grípa verði inn stöðu þar sem tap getur verið 18 milljarðar á ári og slík staða má ekki viðgangast lengi án aðgerða stjórnvalda. „Viðbragðstími fjármálaráðherra vekur hins vegar athygli ekki síst þegar fyrir liggur að ráðherrann hefur árum saman þekkt þessa stöðu,“ skrifar Þorbjörg. „Þannig lá t.d. fyrir í apríl 2013 skýrsla um framtíðarhorfur sjóðsins þar sem fjallað var um mikla rekstrarerfiðleika. Fjármálaráðherra hefur einmitt setið í embætti frá 2013. Hann hefur haft tæpan áratug til að draga úr tjóni almennings.

Í Morgunblaðinu í gær svaraði ráðherrann þeirri spurningu hvort ekki hefði mátt bregðast fyrr við. Þar segist hann hafa verið að skoða þessi mál gaumgæfilega frá 2019. Bara þessi þriggja ára skoðun ráðherrans hefur þá kostað tugi milljarða króna. Það er rándýrt aðgerðaleysi og það er almenningur sem tekur reikninginn,“ endar Þorbjörg færslu sína.

Færslu Þorbjargar má sjá hér: Dýrasti fjármálaráðherra Íslandssögunnar?

Undir henni tjáir Bjarni Benediktsson sig banda ábyrgð frá sér: „Til upprifjunar þá var ÍL-sjóður ekki stofnaður fyrr en 2020. Fram til þess tíma var Íbúðalánasjóður með sjálfstæða stjórn og undir félagsmálaráðuneytinu. Þetta verkefni hefur því ekki verið hjá fjármálaráðuneytinu þann tíma sem þú gefur þér.“

Og aftur síðar: „Þú hélst því ranglega fram að málið hafi verið á minni ábyrgð frá 2013. Hið rétta er að þessi hluti kom til ráðuneytis míns 2020. Ég er að leggja til lausn á málinu sem mun skipta 150 milljörðum ef hún nær fram að ganga.“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí