Kveikti sjálfur á tímasprengjunni sem hann réttir nú almenningi

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var meðal þeirra þingmanna sem samþykktu lög um Íbúðalánasjóð í maí 2005 sem voru í raun tímasprengja. Það var fyrirséð og á það bent að lögin gætu valdið því tugir milljarðar króna féllu á almenning. Samt samþykkti Bjarni lögin. Og afhendir nú almenning reikninginn upp á 47 milljarða króna í besta falli en 400 milljarða króna ef illa fer.

Meinið í lögunum um Íbúðalánasjóð var að þar var gert ráð fyrir að sjóðurinn fjármagnaði sig með skuldabréfaútgáfu til langs tíma, útgáfu bréfa sem ekki voru uppgreiðanleg. Féð notaði sjóðurinn svo til að lána almenningi, sem hins vegar gat greitt upp sín lán. Þetta skapaði hættu á að sjóðurinn skuldaði lán á hærri vöxtum en hann lánaði út á.

Í umræðum um frumvarpi kom Pétur Blöndal heitinn upp til að vara við þessu. „Þarna verður ekki haldið og sleppt. Menn þurfa að átta sig á þessu og ganga með galopin augun af því að þeir eru að taka á sig mjög mikla skuldbindingu fyrir ríkissjóð og ég vara við því,“ sagði Pétur.

Í umsögn sinni um frumvarpið benti Seðlabankinn á að þar væri vikið frá tillögum nefndar á vegum fjármálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis um breytingar á skuldabréfaútgáfu íbúðalánasjóðs. Nefndin hafði lagt til uppgreiðsluálag þannig að lántakandi sem tæki lán á lægri vöxtum og vildi greiða upp lánið hjá Íbúðalánasjóði þyrfti að bæta sjóðnum upp tap hans.

„Helsta ástæðan fyrir þessar tillögu nefndarinnar var að hætta sjóðsins af uppgreiðslum fyrir tímann getur verið veruleg þar sem fjármögnunin er föst og bundin út líftíma fasteignaveðbréfsins. Sem dæmi um áhrif má nefna eftirfarandi: Ef fimmtungur af 300 ma.kr. stofni sem bæri 5,1% vexti væri greiddur upp fyrir tímann og hægt væri að endurfjárfesta þann hluta með 3,5% vöxtum, yrði árlegt gat í fjármögnun tæplega 1 ma. kr. Tæplega verður séð að íbúðalánasjóður hafi bolmagn til að mæta slíkum hræringum, jafnvel þótt gripið yrði til einhverra aðgerða,“ segir í umsögn Seðlabankans.

Þetta var einmitt það sem gekk eftir. Bara á miklu stærri skala en í dæmi Seðlabankans. Svo stórum að gatið á Íbúðalánasjóði er nú stærra en 175 milljarðar króna.

Jóhanna Sigurðardóttir fyrrum félagsmálaráðherra gerði margar athugasemdir við frumvarpið og meðal annars þær að verið væri með því að undirbúa að færa íbúðalánamarkaðinn til bankanna.

Seðlabankinn hafði það sama í huga. Í umsögn hans sagði: „Ef upp kæmi sú staða að samkeppni við íbúðalánasjóð þrýsti niður vöxtum fasteignafjármögnunar gæti sjóðurinn lent í vanda. Lántakendur hans skuldbreyttu í ódýrari lán en skildu sjóðinn eftir með óbrúað gat sem ekki yrði með góðu móti fjármagnað með vaxtahækkun, þar sem hærri vextir sjóðsins leiddu til minni áhuga lántaka og hugsanlegs flótta úr sjóðnum. Ef sjóðurinn færi síðan að í samræmi við ætlan frumvarpsins og gripi til uppgreiðsluálags myndu vaxtakjör leiða til þess að lánveitingar stöðvuðust alfarið.“

Þetta gekk eftir þegar nýeinkavæddir bankar réðust inn á íbúðalánamarkaðinn með tilboði um lægri vexti og hærri veðhlutfall aðeins nokkrum vikum eftir að lögin voru samþykkt. Bankarnir litu svo á að með hækkun veðhlutfalls upp í 90% væri Íbúðalánasjóður að taka til sín þann hluta íbúðalánamarkaðarins sem bankarnir höfðu haft áður, að lána ofan á 70% lán hins opinbera á hærri vöxtum.

Þessi viðbrögð bankanna voru í raun fyrirsjáanleg. Þau sem vildu vita hefðu mátt spyrja bankastjóranna. Jóhanna Sigurðardóttir sá þetta til dæmis fyrir.

Þetta var staðan þegar lögin voru samþykkt. Það var varað við að þau gætu valdi ríkinu stórkostlegum skaða ef vextir lækkuðu. Og það var bent á hvað gæti valdið lækkun vaxta, að bankarnir færu inn á íbúðalánamarkaðinn af fullum þunga. Auk þess var á það bent að ákvæði í frumvarpinu um stórfelld skipti á skuldabréf eldri kerfis yfir í skuldabréf úr nýja kerfinu mögnuðu upp áhættuna, en eldri bréfin báru rétt til innköllunar til að minnka skaðan af neikvæðum mun á vöxtum fjármögnunar og útlána.

Ábyrgðin á þeim ósköpum sem þessi lagasetning kallaði yfir almenning liggur á nokkrum stöðum. Mesta pólitíska ábyrgð bera ráðherrarnir sem gengu frá samkomulagi um þetta fyrirkomulag milli stjórnarflokkanna í árslok 2004: Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Halldórs Ásgrímsson utanríkisráðherra og formaður Framsóknar, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Árni Magnússon félagsmálaráðherra.

Málið var þannig afgreitt úr ríkisstjórn og rann í gegnum þingflokka stjórnarflokkanna.

Stjórn og stjórnendur Íbúðalánasjóðs bera líka mikla ábyrgð því vandinn óx í höndum þeirra. Sjóðurinn hélt til dæmis áfram að gefa út skuldabréf eftir að almenningur var í stórum hópinn byrjaður að taka lán hjá bönkunum til að greiða upp lán sín hjá Íbúðalánasjóði. Stjórnendur Íbúðalánasjóð gerðu skaðann þannig enn verri.

En ábyrgðin liggur ekki síður hjá þingmönnum sem heyrðu varúðarorðin og áttu að bregðast við. Af þeim sem samþykktu lögin 2004 og sitja enn á þingi eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sem þá var menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson umhvefisráðherra sem þá var fyrirsvarsmaður meirihluta félagsmálanefndar og Birgir Ármannsson forseti Alþingis og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sem þá var báðir óbreyttur þingmenn.

Þegar Bjarni kynnti fyrirætlanir sínar um að draga úr þeim stórfellda skaða sem lögin frá 2004 hafa valdið almenningi nefndi hann ekki að hann hefði sjálfur gangsett þessa tímasprengju. Í kynningunni sagði hann ósátt, lét í veðri vaka að vandi sjóðsins væri tilkomin vegna lækkunar vaxta á cóvidtímanum. Það er ekki rétt. Skaðinn varð til aðeins nokkrum vikum eftir að Bjarni og félagar hans samþykktu lögin. Og þeir höfðu verið varaðir við, að ef bankarnir færu í samkeppni við Íbúðalánasjóð myndi það valda miklu tapi hjá Íbúðalánasjóði sem myndi falla á almenning.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí