Glóðin í Me too hreyfingunni logar enn glatt og kemur víða við ennþá. Byltingin tekur sífellt á sig nýjar myndir en í dag eru menntskælingar að krefjast þess að hlustað sé á þolendur ofbeldis og þeir þurfi ekki að mæta nauðgurum sínum á ganginum, sagði María Pétursdóttir sem fór yfir feminískar fréttir vikunnar við Rauða borðið.
Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?
MH er í sviðsljósinu eftir tvær blaðagreinar fyrrum nemenda þeirra Brynhildar Karlsdóttur og unnusta hennar Matthíasar Viðars Haraldssonar. Auk greinanna hengdi nemandi blað upp á vegg í skólanum sem á stóð Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?
Það sem er að gerast í MH er framhald af umræðu sem hófst í Menntaskólanum á Suðurlandi fyrir skemmstu en í kjölfar þess að skólastjórnendur tóku fyrrnefnt blað niður af veggnum í MH í gær hófu nemar að skrifa slagorð á spegla á klósettunum og jafnvel nöfn gerenda. Þá eru fyrirhuguð útgöngumótmæli fimmtudaginn 6. október kl. 11.00. Aðrir framhaldsskólar eru hvattir til að taka þátt í þeim mótmælum en krafan er að skólastjórnendur og ríkisvaldið leggi fram raunverulega aðgerðaráætlun sem verji þolendur fyrir gerendum í skólanum.
Perlan viðurkenning Mannréttindaskrifstofu Íslands
Mannréttindaskrifstofa Íslands veitti í fyrsta skiptið viðurkenningu í dag en hana hlutu til Öfgar annars vegar og Haraldar Þorleifssonar (Römpum upp RVK) hins vegar. Viðurkenningin heitir Perlan og er peningaupphæð að 150.000 krónum en Haraldur lét hlut sinn renna til Konukots. Á viðurkenningarskjalinu stóð …fyrir aðkomu sína að eflingu mannréttinda, hvort sem er í formi aðgerða, fræðslu eða vitundarvakningar á annan hátt. Mannréttindaskrifstofa Íslands þakkar fyrir framlagið.
Freedom for Iran
Samstöðumótmæli voru haldin á Austurvelli Laugardagskvöldið 1. október til stuðnings mótmælendum í Íran. Mótmæli hafa staðið yfir víðs vegar um heiminn eftir andlát hinnar Kúrdísku Mahsa Amini en hún lést í haldi lögreglunnar eftir að vera handtekin fyri að binda ekki höfuðklút sinn nægilega fast að mati lögreglunnar. Á mánudaginn tjáði Khamenei erkiklerkur sig um mótmælin þar í landi í fyrsta sinn sem hann kallar skrílslæti eða uppþot en hann vill meina að þau séu að undirlagi Bandaríkjanna og Ísraels vegna góðs uppgangs Írana í vopnvæðingu.
Rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir skrifaði grein í vikunni um Jón Baldvin Hannibalsson þar sem hún lýsir honum sem rándýri sem velji bráð sína af kostgæfni eftir að upp kom enn eitt málið þar sem hann er meintur gerandi að táldraga nemanda og áreita hann kynferðislega. Stundin birti um helgina dagbókarfærslur Þóru sem nú er látin en hún skrifar mjög nákvæmar lýsingar á þeirra samskiptum og líðan sinni í dagbókina sína sem hún hélt þegar hún var fimmtán ára undir handleiðslu Jóns í Hagaskóla. Ingibjörg Sólrún lýsir samskiptum sínum við Jón eftir að hafa beðið hann um að víkja af framboðslista Samfylkingarinnar vorið 2007 eftir að hún fékk upplýsingar um sambærilegt mál en Jón Baldvin upplýsti í fréttum daginn eftir að um pólitískar stimpingar hafi verið að ræða. Ingibjörg Sólrún kveður fast að orði og segir Jón Baldvin aldrei hafa viðurkennt misgjörðir sínar en hann hafi sjálfur lítilsvirt þann góða orðstír sem hann þættist eiga á hinum pólitíska vettvangi.
Konur mótmæla kvennamorðum og kvenfyrirlitningu í Afganistan
Hazara múslimar eru minnihlutahópur sem hefur átt undir högg að sækja í Afganistan en á nýlega var framin sjálfsmorðsárás í skóla eða menntasetri þar sem 53 Hazara múslimar að mestu konur voru drepnir. Háskólaprófessorinn Zahra Mosawi gekk um götur Afganistan ásamt í það minnsta 50 öðrum konum í mótmælaskyni. Konur eru því að skipuleggja sig víða í Austurlöndum nær og sýna gríðarlegt hugrekki.
Svo á himni og cripface
Mál sem fór mikinn á samfélagsmiðlum í vikunni hér á Íslandi var umræða sem spratt upp út frá leikhúsgagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur á söngleikinn Svo á himni. Þar segir hún verkið draga upp og styrkja neikvæðar staðalmyndir um fatlað fólk og að lítið sé gert úr tilfinningum og ástarlífi þeirra en mikið úr niðurlægjandi uppákomum. Að persónan Doddi sé leikinn af ófötluðum einstaklingi segir Nína vera svokallað “cripface” sem er sambærilegt við “blackface“ og þykir mjög óviðeigandi.
Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstjóri verksins svarar þessari gagnrýni afar persónulega og einnig Edda Björgvinsdóttir en bæði Embla Guðrúnardóttir Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir svara þeim í pistlum.
Þá tekur Sóley Tómasdóttur athyglisverðan snúning á málið en hún greinir það út frá sjálfvirkum varnarviðbrögðum.
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga