Fólk fær óbragð í munninn þegar minnst er á Samfylkinguna

Verkalýðsmál 9. okt 2022

„Sum mistök eru þannig úr garði gerð, að þau leiða af sér fleiri mistök. Það fer í gang mistakakeðja sem rekja má til einhver konar prímus mistaka. Þetta er alþekkt. Við í Samfylkingunni erum að bíta úr nálinni vegna svona prímus mistaka sem fólust í því að í verkaðlýðsmálaráð Samfylkingarinnar raðaðist fólk sem eru þátttakendur í svæsnum átökum í verkalýðshreyfingunni,“ skriftar Teitur Atlason á Facebook-hóp Rósarinnar, félags innan Samfylkingarinnar, en Teitur er í flokksstjórn og sat í verkalýðsmálaráði Samfylkingarinnar.

„Nú er fínt að halda því til haga að þetta er alveg örugglega ágætis fólk en þau eru algerlega óumdeilanlega hluti af þessum ógeðfelldu átökum sem skakað hafa verkalýðshreyfinguna,“ heldur Teitur áfram. „Agnieszka Ewa Ziólkowska sem er meðlimur í Verkalýðsmálaráði Samfylkingarinnar komst í fréttirnar á dögunum þegar vakin var athygli á því að hún komst í tölvupóst andstæðings síns í deilunum um Eflingu. Nú má vera að þetta hafi allt verið löglegt og frábært, en þetta lítur illa út hvernig sem við snúum þessu.“

„Aðrir í Verkalýðsmálaráði Samfylkingarinnar eru hluti af fylkingu sem berst gegn Ragnari Þór hjá VR, Sólveigu Önnu hjá Eflingu og Vilhjálmi Birgissyni hjá Starfsgreinasambandinu,“ skrifar Teitur og segir það óumdeilt.

„Það sem er slæmt við þessa uppröðun þessa fólks í Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar er að okkur í Samfylkingunni er ýtt út í annað hornið þegar við ættum að vera á gólfinu öllu,“ skrifar Teitur. „Ég benti á þetta um leið og þetta varð ljóst en var mikið skammaður. Það er reyndar hálf undarlegt að skammir frá sumu fólki eru í rauninni eins og rósir í hnappagatið en það er önnur saga.“

Teitur rekur síða hvernig hann var fenginn til að starfa í verkalýðsmálaráði þótt hann hafi ekki náð kjöri. Ráðið hafi tekið til starfa og gengið ágætlega, ályktaði t.d. um hitamál og fengu skammir fyrir frá framkvæmdastjórninni.

Teitur segist hafa verið að koma út úr Góða hirðinum þegar Kjartan Valgarðsson formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar hringdi og sagði honum að það væri búið að leggja niður Verkalýðsmálaráð, enda voru 2 af 4 félögum ekki kosin í ráðið heldur hlupu þau í skarðið. Þetta er svo sem ágætis röksemd, segir Teitur.

Teitur hefur eftir Kjartani að þessi mál væru í skoðun og hann væri að reyna að manna ráðið reynsluboltum úr verkalýðshreyfingunni. „Þetta var bara svona og lítið við því að gera,“ skrifar Teitur, „en þetta kom afar illa út fyrir Samfylkinguna enda var nýbúið að hindra Jafnaðarfélagið í sinni viðleytni til góðra verka. Þetta var frekar augljóst í mínum huga en mér var svo sem sama.“

Þegar í ljós kom hvaða fólk framkvæmdastjórn hafði valið í verkalýðsmálaráðið féll Teiti allur ketill í eld. Allir í Verkalýðsmálaráði voru að sönnu reynsluboltar úr verkalýðshreyfingunni og sumir ferskir úr svæsnum átökum um völdin í Eflingu, skrifar Teitur.

„Mér finnst þetta glapræði,“ segir Teitur. „Ég sé ekki hvernig þetta gagnast Samfylkingunni nema síður sé. Við eigum að sönnu að fylgjast með en það er alveg hægt að vera á hliðarlínunni án þess að glata trúverðugleikanum. Með afstöðu í þessum svæsnu deilum, erum við að búa okkur til andstæðinga. Sem er alger óþarfi.“

„Sú ákvörðun að manna Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar fólki úr annarri fylkingu úr hatrömmum deilum í verkalýðshreyfingunni er ein sú versta sem rekja má til forystu Samfylkingarinnar,“ skrifar Teitur. „Þessi ákvörðun hefur líka þau áhrif að fólkið sem styður vorið i verkó, mun ekki styðja okkur því við erum klárlega andstæðingar þeirra.“

Teitur segir að afstaða Samfylkingarinnar í þessum hörðu deilum hafi líka þau áhrif að pólitískt sé Samfylkingin í uppnámi. „Stefnan okkar er í grunninn miðuð við að lyfta þeim lægst launuðustu,“ skrifar Teitur. „Þetta fólk sem stefnan okkar er miðuð við, eru grjótharðir fylgjendur vorsins í verkó og þau fá óbragð í munninn þegar minnst er á Samfylkinguna.“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí