Formaður kærunefndar fær mikil völd

Sjálfstæðismenn gera nú enn eina tilraun til þess að breyta útlendingalögunum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fullyrðir að hann hafi stuðning ríkisstjórnarinnar fyrir því að frumvarpið verði samþykkt enda sé nú komin fram málamiðlun ríkistjórnaflokkanna. Þingflokkur Vg hefur staðfest það. Áður hafa verið lögð fram fjögur sambærileg frumvörp sem ekki hafa hlotið brautargengi.

Ef frumvarpið verður samþykkt mun það hafa þær afleiðingar að fólk sem sækir um vernd hér á landi missir allan rétt á mannúðlegri meðferð 30 dögum eftir að það fær synjun um hæli. Það mun þá ekki eiga rétt á heilbrigðisþjónustu né njóta annarra réttinda eða aðgengis að þjónustu samfélagsins. Undantekning er þó á því þegur kemur að þunguðum konum, fötluðu fólki með langvarandi stuðningsþarfir, börnum og þeirra umönnunaraðilum.

Formaður kærunefndar fái aukna valdheimild

Fólk mun ekki geta áfrýjað niðurstöðum sínum um synjun né fengið efnislega umfjöllun á ný nema það geti lagt fram nýjar upplýsingar sem auka verulega líkur á því að umsóknin verði samþykkt. Hvaða mælikvarði sé notaður á þær líkur fylgja ekki sögunni. Þá þarf kærunefnd úrskurðarmála ekki að dæma í málum heldur er nóg að formaður nefndarinnar úrskurði í þeim.

Dómsmálaráðherra skipar nefndina til fimm ára og er hún skipuð sjö aðalmönnum og eru fjórir tilnefndir af ráðherranum sjálfum. Í dag eru allir aðalmenn og varamenn lögfræðingar.

Kærunefnd útlendingamála er í dag einungis skipuð lögfræðingum og eru það þeir:

Þorsteinn Gunnarsson formaður, tilnefndur af dómsmálaráðherra
Tómas Hrafn Sveinsson varaformaður, tilnefndur af dómsmálaráðherra
Sandra Hlíf Ocares lögfræðingur, tilnefnd af dómsmálaráðherra
Gunnar Páll Baldvinsson lögfræðingur, tilnefndur af dómsmálaráðherra
Sindri M. Stephensen, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, tilnefndur af Mannréttindaskrifstofu Íslands
Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögfræðingur, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands
Bjarnveig Eiríksdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Mannréttindastofnun Háskóla Íslands

Þorsteinn Gunnarsson formaður nefndarinnar mun hljóta sterka valdheimild til að ráða því hver fær að vera á landinu og hver ekki ef frumvarpið nær fram að ganga.

Lögreglan mun einnig fá  heimild til að afla læknisgagna um líkamlegt og andlegt heilbrigði fólks svo hægt sé að vísa því úr landi hratt og örugglega. Læknafélag Íslands hefur gagnrýnt þetta en í 17. grein laga um réttindi sjúklinga segir: „Heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem starfs síns vegna hafa samskipti við sjúkling skulu koma fram við hann af virðingu. Að meðferð sjúklings skulu ekki koma aðrir en þeir sem nauðsynlega þurfa. Heilbrigðisstarfsmaður skal gæta þess að framkvæma nauðsynlega meðferð með þeim hætti að utanaðkomandi aðilar sjái ekki til og að upplýsingar um meðferð einstaklinga séu ekki aðgengilegar öðrum en viðkomandi heilbrigðisstarfsmönnum.Ð

Réttarbót eða aukin fordæming á flóttafólki?

Með frumvarpinu á einnig að draga úr aðkomu barnaverndarnefnda að málum fylgdarlausra barna og verður ekki hægt að leita umsagna þeirra í sama mæli og áður.

Jón segir að frumvarpið eigi að vera réttarbót fyrir fólk á flótta þrátt fyrir að breytingarnar þrengi aðkomu flóttafólks að kerfinu og stytti þann tíma sem það hefur til að afla gagna í sínum málum. Í greinargerð með frumvarpinu segir „Verndarkerfið þarf að vera í stakk búið og byggt þannig upp að þeir sem raunverulega eiga rétt á alþjóðlegri vernd fái skjóta og mannúðlega afgreiðslu mála sinna. Á sama tíma er nauðsynlegt að tryggja að misnotkun á kerfinu sé í lágmarki.”

Umfjöllun Jóns undanfarnar vikur hefur verið gagnrýnd fyrir að ala á ótta við útlendinga og benda þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar á að frumvarpið bæti ekki úr þeim vanda sem uppi eru við móttöku flóttamanna.  

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí