Fullyrðingar í umræðu um flóttamenn standast ekki

Það er ekkert hæft í því að tilhæfulausum umsóknum um vernd hafi aukist á Ísland, sagði Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins, í samtali við Rauða borðið. Hann sagði heldur ekki standast að innviðir samfélagsins væru að bresta vegna þessa fólks.

Atli Viðar benti á aðrar breytingar í samfélagi svo sem fjölgun ferðamanna og hingaðkoma erlends verkafólks til að sinna þeim.

Eins og fram hefur komið á Samstöðinni hefur landsmönnum aldrei fjölgað meira en það sem af er þessu ári. Fyrstu níu mánuði ársins fjölgaði landsmönnum um meira en níu þúsund manns. Svo til öll fjölgunin er vegna innflytjenda og flóttafólks. Íslenskum ríkisborgurum fjölgar sáralítið þar sem brottfluttir umfram aðflutta eru næstum álíka margir og fæddir umfram dána.

Á tímabilinu komu um þrjú þúsund flóttamenn til landsins en um sex þúsund innflytjendur þar fyrir utan. Miðað við fjölda gistinótta voru hér að meðaltali tæplega 19 þúsund fleiri ferðamenn hvern dag í júlí og ágúst en sömu mánuði í fyrra.

Ef við horfum framhjá því að Íslendingar ferðuðust til útlanda á sama tíma, þá fjölgaði erlendum ríkisborgurum um allt að 28 þúsund manns á hápunkti ársins. Þar af eru aðeins þrjú þúsund flóttamenn og af þeim aðeins 600 manns frá öðrum löndum en Úkraínu og Venesúela. Og flest af því fólki er að flýja átök og óáran, frá Palestínu, Afganistan, Sýrlandi og víðar.

Það er því mjög skakkt að ræða um álag á innviði samfélagsins út frá örlitlum hluta þessara 600 flóttamanna þegar fjölgun á landinu er ígildi 28 þúsund manns.

Atli Viðar sagði vanta rannsóknir á hvernig flóttafólk til Íslands hafi fundið sig í samfélaginu. Á sama tíma og rætt er um álag vegna flóttafólks á innviði hefur komið fram að það vantar vinnuafl á Íslandi. Miðað við könnun meðal stjórnenda fyrirtækja er vinnuaflsþörfin nú á pari við árið 2007, þegar allt á Íslandi var á yfirsnúningi.

Hagstofan birti upplýsingar um atvinnuleysi og vinnumarkað í morgun. Þar kom fram að atvinnuleysið er sögulega lágt og atvinnuþátttaka mikil.

Ef við tökum saman vinnandi í september þá sést að aldrei hafa fleiri verið vinnandi en nú.

Ef við lesum úr grafinu þá hefur störfum í september fjölgað um tæplega 54 þúsund frá 2003. Það gera 2.690 störf á ári, sem er miklu meira en íslenskir ríkisborgarar geta uppfyllt.

Íslenskum ríkisborgurum á vinnualdri, frá 20-64 ára, hefur á tímabilinu fjölgað um rúmlega þúsund manns á ári yfir þetta tímabil. Það er því að meðaltali þörf fyrir um 1.600 innflytjendur á ári. Stundum minna eins og eftir Hrun, en stundum mun meira, eins og það sem af er ári.

Mikil ófullnægð vinnuaflsþörf nú bendir til að EES-svæðið anni ekki þörfum íslenskra fyrirtækja fyrir starfsfólk. Um 455 milljónir manna sem búa innan EES geta flutt hingað til starfa en augljóst er að Ísland lokkar ekki margt af því fólki til sín. Innan við 0,001% af fólkinu sem býr innan EES kemur hingað til starfa í ár. 99,999% segja takk, en nei takk.

Atli Viðar sagði að vel hefði gengið að taka á móti auknum fjölda flóttafólks. Þetta væri mikið verkefni, en hefði almennt gengið vel. Rauði krossinn og þau sem vinna með flóttafólkinu upplifa ekki það neyðarástand sem talað er um í umræðunni.

Viðtalið við Atla Viðar má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Við ræddum hina pólitísku umræðu um flóttafólk, innflytjendur, þjóðernis- og kynþáttahygggju við Rauða borðið við Atla Þór Fanndal, framkvæmdastjóra Transparency International á Íslandi, og Birgi Þórarinsson aka Bigga veiru tónlistarmann. Það samtal má sjá hér:

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí