Hin tekjuhæstu fitna á kostnað hinna

Nýfrjálshyggjan 8. okt 2022

Ef ráðstöfunartekjur hefðu skipst með sama hætti í fyrra og 1997 hefði tekjuhæsta tíundin fengið 82 milljörðum krónum minna í tekjur í fyrra. Allar aðrar tíundir hefðu hins vegar fengið meira. Ástæðan er fyrst og fremst skattabreytingar sem færa fé frá þeim sem minna hafa til þeirra sem eiga mikið.

Þetta má lesa út úr gröfum sem birtast á vefsíðunni Metill.is þar sem m.a. eru birt skattagögn, sjá hér: Mælaborð, skattagögn. Það er Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson, doktorsnemi í tölfræði við HÍ sem heldur síðunni úti.

Og þar birtast gögnin svona:

Þarna sést vel hversu tekjuójöfnuður jókst á árunum fyrir Hrun. Og að þótt mesti ójöfnuðurinn hafi gengið til baka, þá er hann meiri en áður var.

Ein leið til að benda á þetta er að skoða breytingu á ráðstöfunartekjum tíundanna frá 1997 og 2021. Þá kemur í ljós að hæsta tíundin hefur aukið hlutdeild sína á kostnað allra annarra.

Þetta mætti setja upp í töflu sem sýnir hversu mikið tekjur tíundanna hefðu hækkað eða lækkað ef sama hlutfall hefði verið 2021 og var 1997.

Hér sést það sem tíundunum vantar eða það sem þær hafa fengið vegna minni jöfnuðar í milljörðum króna á verðlagi 2021:

Fyrsta tíund6,0 milljarða vantar
Önnur tíund7,5 milljarða vantar
Þriðja tíund4,5 milljarða vantar
Fjórða tíund1,5 milljarð vantar
Fimmta tíund9,0 milljarða vantar
Sjötta tíund15,0 milljarða vantar
Sjöunda tíund16,5 milljarða vantar
Áttunda tíund18,0 milljarða vantar
Níunda tíund6,0 milljarða vantar
Tíunda tíund82,3 milljarðar ofaukið

Eins og sést hafa allar tíundir borgað fyrir tekjuaukningu 10% hinna best settu. Hæstu upphæðirnar koma frá ágætlega settu fólki, fólki sem er með góðar miðlungstekjur eða vel umfram það. En hin tekjuhæstu sækja líka til hinna allra verst settu.

Þetta er í takt við það sem hefur sést um allan heim þar sem nýfrjálshyggjan hefur fengið að leika lausum hala. Hún grefur undan lífskjörum hinna verst settu með niðurbroti velferðarríkisins, veikingu velferðarkerfa og tekjujöfnunar skattkerfisins. En hún veikir líka millistéttina, sem þó virðist víðast halda að hún hafi sömu hagsmuni og þau ríku og tekjuháu.

Því miður birtir Brynjólfur Gauti aðeins tíundir á Metli sínum. Það væri óskandi að hann birti 100 tekjubil, svo við gætum séð hvernig ráðstöfunartekjur 1% tekjuhæsta fólksins hefði þróast yfir þennan tíma.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí