„Þegar lítið er á mun á heildartekjum kvenna og karla á Íslandi í dag hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 6 klukkustundir og 15 mínútur. Konur vinna í dag ókeypis eftir kl. 15:15. Leiðréttum skakkt verðmætamat strax!“ skrifar Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands á Vísi í tilefni dagsins.
„Í dag höldum við kvennafrídag,“ skrifar Tatjana, „47 árum síðan kvennasamtök, kvenfélög og stéttarfélög tóku sig fyrst saman og konur lögðu niður vinnu til að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags kvenna á Íslandi árið 1975.
Þrátt fyrir þrotlausa baráttu síðustu hálfa öldina höfum við ekki enn náð að uppfylla þann draum sem Rauðsokkur, femínistar og aktívistar á áttunda áratugnum báru í brjósti sér; að útrýma kynbundnum launamun og ná fram kjarajafnrétti á Íslandi.
Í dag er launamunur kynjanna 21,9%, þegar litið er á mun á heildartekjum kvenna og karla. Nú er langt liðið á þriðja áratug 21. aldarinnar og ótækt að okkur hafi ekki enn tekist að útrýma þessu þjóðarmeini,“ skrifar Tatjana.
Greinar sem birtar eru í tilefni dagsins:
Konur á afsláttarkjörum? – Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
Kynbundið launamisrétti: Að spara til tjóns í jafnréttis- og velferðarmálum – Stjórnarkonur í Feminískum fjármálum
Vissuð þið þetta? – Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Það munar um minna – Helga Björg Olgu Ragnarsdóttir, framkvæmdastýra Jafnlaunastofu
Upprætum kerfisbundið vanmat á störfum kvenna – Friðrik Jónsson, formaður BHM og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður jafnréttisnefndar BHM
Konur! Hættum að vinna ókeypis! – Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga