Kvennafrídagurinn: Konur vinna ókeypis eftir kl. 15:15

Kvenréttindi 24. okt 2022

„Þegar lítið er á mun á heildartekjum kvenna og karla á Íslandi í dag hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 6 klukkustundir og 15 mínútur. Konur vinna í dag ókeypis eftir kl. 15:15. Leiðréttum skakkt verðmætamat strax!“ skrifar Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands á Vísi í tilefni dagsins.

„Í dag höldum við kvennafrídag,“ skrifar Tatjana, „47 árum síðan kvennasamtök, kvenfélög og stéttarfélög tóku sig fyrst saman og konur lögðu niður vinnu til að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags kvenna á Íslandi árið 1975.

Þrátt fyrir þrotlausa baráttu síðustu hálfa öldina höfum við ekki enn náð að uppfylla þann draum sem Rauðsokkur, femínistar og aktívistar á áttunda áratugnum báru í brjósti sér; að útrýma kynbundnum launamun og ná fram kjarajafnrétti á Íslandi.

Í dag er launamunur kynjanna 21,9%, þegar litið er á mun á heildartekjum kvenna og karla. Nú er langt liðið á þriðja áratug 21. aldarinnar og ótækt að okkur hafi ekki enn tekist að útrýma þessu þjóðarmeini,“ skrifar Tatjana.

Greinar sem birtar eru í tilefni dagsins:

Konur á afsláttarkjörum? – Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
Kynbundið launamisrétti: Að spara til tjóns í jafnréttis- og velferðarmálum – Stjórnarkonur í Feminískum fjármálum
Vissuð þið þetta? – Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Það munar um minna – Helga Björg Olgu Ragnarsdóttir, framkvæmdastýra Jafnlaunastofu
Upprætum kerfisbundið vanmat á störfum kvenna – Friðrik Jónsson, formaður BHM og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður jafnréttisnefndar BHM
Konur! Hættum að vinna ókeypis! – Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí