RÚV fjallar um kynferðisbrot Skeggja Ásbjarnarsonar

Börn 15. okt 2022

Fyrsti þáttur af sex um kynferðisbrot Skeggja Ásbjarnarsonar var sendur út á Rás 1 í morgun, en Skeggi sá um barnaþætti Ríkisútvarpsins frá 1958-72 og var barnaskólakennari í Laugarnesskóla allan sinn starfsaldur, rómaður sem einn besti kennari landsins meðan hann starfaði og löngu eftir að hann hætti störfum.

Þættirnir eru afrakstur rannsóknar Þorsteins J. fjölmiðlamanns og Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings og eru framleiddir af fyrirtæki Þorsteins fyrir RÚV. Í þeim stíga fram fjöldi fyrrum nemenda Skeggja sem lýsa bæði reynslu af kynferðisbrotum og að hafa orðið vitni af því þegar Skeggi braut gegn drengjunum í bekknum.

Það er þekkt víða um heim að barnaníðingar hafi notað fjölmiðla til að fá betra aðgengi að börnum. Nægir þar að vísa til hryllilegra mála Jimmy Savile í Bretlandi. Það er því athygli vert að Ríkisútvarpið standi að þessum þáttum, en stjórn Skeggja á barnatímum þess átti stóran þátt í að byggja upp þá ímynda af Skeggja að hann væri sérstakur vinur barnanna sem skyldi þau betur en flest fullorðið fólk.

Björg Guðrún Gísladóttir fjallaði um kynferðisbrot Skeggja í bók sinni Hljóðin í nóttinni sem kom út 2014. Sagði frá hvernig Skeggi hefði sigtað út drengi frá fátækari heimilum, úr Höfðaborginni og Laugarneskampi, og brotið gegn þeim. Þá stigu fáir fram til að styðja frásögn Bjargar Guðrúnar, en í þáttum RÚV um Skeggja kemur fram margt fólk sem greinir frá því saman.

Skeggjabekkurinn í Laugarnesskóla er hálfgerð goðsögn og oft talað um krakkana í Skeggjabekk sem sérstakan hóp, eins og það hafi verið lukka fyrir börn að lenda í bekk hjá Skeggja. Þetta á ekki síst við árganginn þegar í bekknum voru Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Moggans, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum formaður Alþýðuflokksins, Ragnar Arnalds, fyrrum formaður Alþýðubandalagsins, og margir krakkar sem síðar urðu áberandi í samfélaginu.

Hér má hlýða á fyrsta þáttinn í röðinni um Skeggja: Vinur barnanna: https://www.ruv.is/utvarp/spila/skeggi/34015/a4chnh

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí