„Þetta er svakalega óþægilegt. Það verður bara að segjast. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann er hvernig á maður að útskýra þetta fyrir konunni og börnunum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra í viðtali við Ríkisútvarpið, en mennirnir sem sitja í gæsluvarðhaldi ræddu sín á milli að myrða Guðlaug, sem þeir héldu að væri enn utanríkisráðherra.
„Það á eftir að koma í ljós en ég vona að okkur beri gæfa til að nálgast þessi mál með yfirvegun,“ segir Guðlaugur Þór aðspurður um hvort til standi að auka öryggisgæslu um ráðherra og þingmenn. „Við þurfum að taka umræðu um þetta alltaf, þó að þessi mál hafi ekki komið upp. Það er algjört markmið hjá okkur að þjóðfélagið Ísland verði eins og það hefur verið, ég er ekki að tala um að við séum fullkomin, langt frá því, en þetta hefur verið mjög gott.“
Lögreglan hefur kallað til geðlækni til að meta alvöruna á bak við ummæli mannanna sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk og pólitísk morð. Þeir eru Ísidór Nathansson 24 ára og sá til hægri er Sindri Snær Birgisson 25 ára.
Hér má hlusta á viðtal RÚV við Guðlaug Þór: Töldu Guðlaug Þór enn vera utanríkisráðherra
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga