Sjalfstæðisflokksfólk ánægðast en Sósíalistar óánægðastir

Stjórnmál 6. okt 2022

Samkvæmt könnun Maskínu eru 26% landsmanna ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar en 42% óánægðir. Og það óánægjan er meiri í öllum tekjuhópum, á öllum landsvæðum, og hvort sem skipt er eftir menntun, kynjum eða aldri. Einu hóparnir þar sem ánægjan er meiri með ríkisstjórnina en óánægjan eru kjósendur stjórnarflokkanna.

En þó óánægjan með stjórnina sem almenn og víðtæk, þá má sjá að hún vex eftir því sem fólk hefur minni tekjur, eftir því sem fólk er yngra og hún er meiri meðal fólks í Reykjavík og Kraganum en í landsbyggðarkjördæmunum. Samkvæmt þessu er þetta frekar ríkisstjórn eldra, tekjuhærra fólks í dreifbýlinu. En alls ekki ríkisstjórn þessa fólks, það er bara heldru minna óánægt með ríkisstjórnina en aðrir hópar.

Þegar afstaða stuðningsfólks flokkanna eru skoðuð kemur í ljós að Sjálfstæðisflokksfólk er ánægðast með ríkisstjórnina. Sem kemur kannski engum á óvart því almennt er talið að ríkisstjórnin reki stefnu Sjálfstæðisflokksins mun fremur en hinna flokkanna.

65% stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins eru mjög eða frekar ánægt með ríkisstjórnina en 54% fylgjenda Framsóknar og Vg. Og aðeins 6% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru óánægðir með ríkisstjórnina en 9% hjá Vg og 10% hjá Framsókn.

Kjósendur annarra flokka eru óánægðir með þessa ríkisstjórn. Ef við drögum ánægjuna frá óánægjunni þá er ánægjan í mínus 82% hjá Sósíalistum, -73% hjá Pírötum, -63% hjá Samfylkingu, -54% hjá Miðflokki, -53% hjá Flokki fólksins og -37% hjá Viðreisn. Þvíhægri sinnaðri sem stjórnarandstöðuflokkarnir eru því minna er óánægjan með ríkisstjórnina. En þó nokkur samt.

Þessi könnun sýnir því nokkuð vel hvers konar ríkisstjórn þetta er eða hvað ræður afstöðu fólks til hennar. Óánægjan er almennari til vinstri, meðal yngri og tekjuminni en minnst meðal stuðningsfólks valdaflokkanna, meðal hægrifólks, tekjuhærra og eldra.

Könnunin fór fram frá 16. til 27. september 2022 og voru svarendur 2.142 talsins.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí