Stofna samvinnufélag eftir leiguverkfall

Eftir rúmlega árs leiguverkfall ákváðu íbúar í Buena Vista fjölbýlishúsinu í Washington D.C að virkja svokallað TOPA ákvæði í stjórnarskrá fylkisins. TOPA ákvæðið veitir þeim heimild til þess að stofna samvinnufélag og nýta sér forkaupsrétt á húsnæðinu sem þeir búa í. Skilyrðin eru að reksturinn verði óhagnaðadrifinn og húsaleiga endurspegli einungis raunverulegan kostnað við rekstur. Leigjendur í Buena Vista keyptu fjölbýlishúsið þrátt fyrir að fjárfestar byðu þeim fé fyrir að falla frá þeim fyrirætlunum.

Frá árinu 1980 hafa íbúar í 4.300 fjölbýlishúsum víðs vegar um borgina virkjað TOPA ákvæðið, stofnað samvinnufélög eða gert samkomulag við sjóði um kaup á fjölbýlishúsum og rekið óhagnaðardrifið allar götur síðan.

Íbúarnir í Buena Vista fóru í leiguverkfall vegna lélegs viðhalds eiganda og höfðu betur líkt og langflestir hópar leigjenda sem það gera í Bandaríkjunum. Eigandi húsnæðisins neyddist til að selja sem varð til þess að íbúarnir virkjuðu umrætt ákvæði. Íbúarnir sem álita hverfið heimili sitt og athafnasvæði höfðu tengst því tilfinningaböndum því þarna voru afkomendur þeirra að slíta bernskuskónum og tengsl höfðu myndast milli fjölskyldna.

„Sumir íbúar Buena Vista hafa búið í Columbia Heights í meira en tvo áratugi. „Fólk var hvatt til að hefja samvinnuna vegna þess að það vill vera áfram á svæðinu,“ segir Katharine Richardson, skipuleggjandi hjá SOS sem vinnur náið með Buena Vista leigjendum.

„Þeir hafa séð fjölskyldu og vini á flótta, ýttu út af svæðinu til Maryland og Virginíu. Samstarfið býður upp á möguleika á að vera áfram, taka stjórn á aðstæðum og halda leigunni á viðráðanlegu verði.

Leiguverkfallið í Buena Vista var hluti af röð leiguverkfalla í D.C árið 2020 til 2021, þar sem íbúar kröfðust sanngjarnari húsaleigu og betra viðhald. Eftir að hafa stofnað mörg minni og staðbundin leigjendasamtök var það ekki fyrr en að samstaða leigjenda í allri borginni myndaðist að þeim fór að vaxa ásmegin. Sérstaklega hömruðu leigjendur á þeim leigusölum sem höfðu hækkað húsaleigu óhóflega, þeim sem lítið höfðu sinnt viðhaldi og svokölluðum hreysishrókum (þ.e. slumlords).

Einungis 45 dögum eftir að fyrrum eigandi Buena Vista fjölbýlishússins hafði lýst því yfir að hann neyddist til að selja höfðu íbúar þess eignast húsið, þrátt fyrir að nokkrir fjárfestar byðu íbúum allt að 15.000 dali fyrir að falla frá því að virkja TOPA ákvæðið.

Samkvæmt fylkislögum er Húsnæðis- og félagsmálastofnun fylkisins skylt að veita fjárhagsaðstoð, lán eða fjármagna yfirtöku. Einnig segir í lögunum að fylkið skuli veita alla tæknilega aðstoð, sérhæfða skipulags- og þróunarþjónustu, m.a. við skipulagningu leigjendasamtaka, gerð lögfræðilegra gagna og aðstoð við lánsumsóknir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí