Í aðdraganda sölunnar á Íslandsbanka bauð bankinn Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra Banasýslunnar, tvisvar út að borða. Í fyrra skiptið var reikningurinn upp á 34 þús. kr. á mann. Í seinna skiptið hljóðaði reikningurinn upp á 48 þús. kr. á mann.
Þetta kemur fram í minnisblaði Bankasýslunnar til Alþingis, sem óskað var eftir þegar Jón Gunnar talaði frjálslega um ýmislegt sem hann hafði þegið frá hagsmunaaðilum í aðdraganda bankasölunnar, m.a. flugelda.
Í minnisblaðinu kemur fram að Jón Gunnar borðaði tuttugu sinnum í hádeginu í boði hagsmunaaðila, en það kemur ekki fram hversu háir reikningarnir voru í þau skipti. En Jón Gunnar borgaði reikningana ekki sjálfur, var í boði þeirra sem hann átti fundi með um bankasöluna.
Í fyrra skiptið sem Jón Gunnar fór út að borða að kveldi til var það fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka sem bauð forstjóra og starfsmönnum Bankasýslunnar út að borða. Í það seinna voru það bankarnir sem sáu um útboðið, Íslandsbanki, Citibank og JP Morgan. Þá var reikningurinn á mann upp á 48 þús. kr.
Ísland er dýrt land og matur dýr á veitingastöðum, en til að ná reikningnum svona hátt upp þarf fólk að drekka mikið og dýrt af vínum og áfengum drykkjum.
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga