Það kostar 48 þúsund krónur að bjóða þessum út að borða

Hið opinbera 9. okt 2022

Í aðdraganda sölunnar á Íslandsbanka bauð bankinn Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra Banasýslunnar, tvisvar út að borða. Í fyrra skiptið var reikningurinn upp á 34 þús. kr. á mann. Í seinna skiptið hljóðaði reikningurinn upp á 48 þús. kr. á mann.

Þetta kemur fram í minnisblaði Bankasýslunnar til Alþingis, sem óskað var eftir þegar Jón Gunnar talaði frjálslega um ýmislegt sem hann hafði þegið frá hagsmunaaðilum í aðdraganda bankasölunnar, m.a. flugelda.

Í minnisblaðinu kemur fram að Jón Gunnar borðaði tuttugu sinnum í hádeginu í boði hagsmunaaðila, en það kemur ekki fram hversu háir reikningarnir voru í þau skipti. En Jón Gunnar borgaði reikningana ekki sjálfur, var í boði þeirra sem hann átti fundi með um bankasöluna.

Í fyrra skiptið sem Jón Gunnar fór út að borða að kveldi til var það fyrirtækja­ráð­gjöf og verð­bréfa­miðlun Íslands­banka sem bauð forstjóra og starfsmönnum Bankasýslunnar út að borða. Í það seinna voru það bankarnir sem sáu um útboðið, Íslandsbanki, Citi­bank og JP Morg­an. Þá var reikningurinn á mann upp á 48 þús. kr.

Ísland er dýrt land og matur dýr á veitingastöðum, en til að ná reikningnum svona hátt upp þarf fólk að drekka mikið og dýrt af vínum og áfengum drykkjum.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí