Þurfa lykil sem þau geta ekki fengið

Fjölbreytileiki 12. okt 2022

„Við hjá þroskahjálp fáum mörg erindi. Hingað koma margir sem hafa bankað fast á dyrnar hjá Listaháskólanum. Mér finnst það auka á jaðarsetningu fólks að segja að þau þurfi að hafa þennan lykil sem þau geta ekki fengið. Að þau komist ekki í listaháskólann án hans þótt þar sé fullt af fólki sem ekki hafði hann,“ sagði Inga Björk Margrétardóttir Bjarnadóttir frá Þroskahjálp á málþingi um samfélagsleg áhrif birtingarmynda í listum sem var vel sótt í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi.

Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við ÖBÍ, Þroskahjálp, Bandalag íslenskra listamanna, Sviðslistasamband Íslands og Listaháskóla Íslands kom til í kjölfar umræðna um leikhúsgagnrýni á söngleikinn Sem á himni sem sýndur er í Þjóðleikhúsinu þessa dagana.

Salurinn var þétt skipaður listafólki og aðgerðarsinnum en pallborðið var skipað bæði forsvarsmönnum samtaka fatlaðs fólks aðgerðarsinnum úr þeirra röðum, fötluðu listafólki sem og forsvarsfólki LHÍ og leikhúsanna.

Er þetta ekki bara Já eða nei spurning”

Í kjölfar erinda af pallborði var orðið gefið laust í salnum og urðu umræðurnar beittar á köflum. Var rektor Listaháskólans Fríða Björk Ingvarsdóttir m.a. spurð hversu margir fatlaðir ætu sæti í inntökunefndum deilda í LHÍ. Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri var einnig spurður hversu margir fatlaðir gegndu störfum við val á leikverkum fyrir leikhúsið og var fátt um bein svör hjá þeim báðum. „Er þetta ekki bara Já eða nei spurning” heyrðist úr salnum á einum tímapunkti þegar Magnús þótti þvæla svarinu of lengi fyrir sér. Þá var gestum tíðrætt um þá lélegu afsökun sem fatlað fólk og sér í lagi fólk með þroskahömlun fær að heyra allt of oft, að fatlað fólk fái ekki inngöngu í LHÍ á þeim forsendum að vera ekki með stúdentspróf.

Þetta er eins fólk

Karl Ágúst Þorbergsson fagstjóri sviðshöfundabrautar LHÍ ræddi um einsleitnina. „Að hafa stúdentspróf er ekki algilt skilyrði. Það er klausa um ótvíræða listræna hæfileika og þá er spurning við hvað er miðað.Ég tek fólk inn á sviðshöfundabraut og það er mjög ólíkt á milli brauta hvernig fólk er tekið inn. Alltaf spurning um viðmið, hvað finnst mér í inntökunefnd, vera góður leikur, vera nógu gott til að komast á sviðshöfundabraut. Og annað að 85% af fólki sem sækir um á sviðshöfundabraut er úr MR, MH, Vesló og FG. Þetta er sama fólkið, þetta er eins fólk, sagði Karl Ágúst og uppskar hlátur úr salnum.

Það má ekki bara tikka í eitthvað box

Þá voru forsvarsmenn þessara menningarstofnana krafðir svara um hvort kæmi til greina að setja kvóta á inntöku fatlaðra nemenda í listnám og hvað stæði til að gera hvað varðaði inngildingu í kjölfar þessa málþings.

Almenn ánægja var meðal gesta með að þessi umræða væri hafin en upp kom einnig sú krafa að horfa skyldi til almennrar inngildingar út frá litarhætti, kynhneigð og kynvitund á sama hátt og fötlun.

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir talskona Tabú sem sat í pallborðinu sagði „Til að forðast svokallaðan tótemisma þurfum við að tryggja að það sé fatlað fólk á öllum stigum innan kerfisins. Ekki að það sé tikkað í eitthvað box til að taka inn einn fatlaðan heldur þarf fatlað fólk að vera innan stofnananna á öllum stigum”. Þá vakti Embla athygli á þeirri staðreynd að gestir málþingsins sem notuðu hjólastóla hefðu verið beðnir um að mæta einum og hálfum tíma fyrr þar sem aðgengismál væru erfið í leikhúsinu og salernisferð á neðri hæð bæði flókin og tímafrek. Sagðist hún ekki geta sætt sig við slíkar vinnuaðstæður ynni hún í leikhúsinu. Segir sína sögu um hversu stutt við erum komin sem samfélag í aðgengismálum og inngildingu.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí