Uppgjör Sólveigar Önnu: Efling verður sterkari

Verkalýðsmál 11. okt 2022

Sólveig Anna Jónsdóttir sagði við Rauða borðið að eftir að hafa gengið út af þingi Alþýðusambandsins ásamt félögum sínum að Efling muni styrkjast við að losna undan ASÍ. Í raun hafi félagið ekki fengið neitt frá ASÍ. Nema kannski álitsgerð lögfræðings ASÍ um að heimilt væri að brjótast inn í tölvupóst hennar, bætti hún við með kaldhæðni.

Sólveig Anna var alls ekki niðurbrotin eftir atburði dagsins heldur þvert á móti upplitsdjörf. Hún sagði að þingfulltrúar Eflingar hefðu gert upp daginn og öll hefðu þau verið sátt við ákvörðunina að ganga út. Og full af baráttuanda og tilhlökkun til komandi átaka.

Sólveig Anna segist nokkuð viss um að Ragnar Þór hefði verið kjörinn forseti ASÍ ef hann hefði ekki dregið framboð sitt til baka. Hann hafi komist að þeirri niðurstöðu að það væri einfaldlega ekki þess virði að halda áfram með framboðið og taka á sig allt það níð sem hellt var yfir hann. Innan ASÍ er fólk sem svífst einskis og mun aldrei hætta baráttu sinni gegn þeim sem sannarlega eru forysta verkalýðshreyfingarinnar í dag. Ragnar Þór hafi metið það svo að ASÍ væri ekki þess virði að reyna að halda baráttunni áfram í slagtogi með þessu fólki. Og Sólveig Anna er sama sinnis. ASÍ sé einfaldlega ekki nógu mikilvæg stofnun til að láta þetta yfir sig ganga.

Fram undan er umræða innan Eflingar um hvort félagið gangi úr Starfsgreinasambandinu og þar með ASÍ og hvernig það skipuleggur baráttu næstu missera og ára. Félagar Eflingar borga um 92 m.kr. árlega til ASÍ og Sólveig Anna segist vera oft spurð af félögum sínum til hvers það sé gert.

Og hún eigi alltaf erfitt með að benda á nokkuð sem Efling fær fyrir þessar 92 m.kr. ASÍ sé ekki með neina þjónustu sem Efling er ekki sjálfbjarga um, sambandið gefi Eflingu ekkert pólitískt, veiti félaginu engan stuðning og í raun enga viðurkenningu. Þvert á móti hafi ASÍ unnið gegn Eflingu og unnið gegn því að reynslan af baráttu Eflingarfélaga hefðu nokkur áhrif innan ASÍ. Og Sólveig Anna tók nokkur dæmi þar um í samtalinu við Rauða borðið.

Sólveig Anna lýsir ASÍ um margt líkt og Ragnar Þór hefur gert, sem skrifstofu sem félögin halda uppi en sem í raun vinnur gegn þeirri stefnu sem félögin setja sér og þeirri kröfugerð sem félögin setja fram. Samt hefur ASÍ ekkert umboð. Allt umboð til aðgerða og samninga liggur hjá félögunum.

Sólveig Anna segir að fram undan sé að vinna í að leiðrétta þessa bjöguðu stöðu, finna leiðir til að baráttuandinn innan Eflingar geti brotist óheftur fram í komandi kjarabaráttu. Hvort það leiði til þess að Efling yfirgefi ASÍ og jafnvel Starfsgreinasambandið verður að koma í ljós.

Samtalið við Sólveigu Önnu má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan. Það er líklega skýrasta fréttaskýringin dagsins á því hvað gerðist á þingi ASÍ og hvað tekur við.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí