Borgar 67 prósent tekna sinna í húsaleigu

Gunnhildur Hlöðversdóttir missti íbúðina sína í Hruninu og síðan heilsuna í kjölfarið. Hún varð öryrki eftir fjörutíu ár á vinnumarkaði, fær úr lífeyrissjóði tæpar 300 þús. kr. og er með um 430 þús. kr. í ráðstöfunartekjur. Segist vera betur sett en flestir öryrkjar. Tæplega 290 þús. kr. af tekju sínum afhendir hún leigusalanum fyrir 90 fermetra íbúð. Eftir eru um 141 þús. kr. Um 55 þús. kr. minna en þarf til að draga fram lífið samkvæmt Umboðsmanni skuldara.

Gunnhildur gaf sögu sína á fundi ÖBÍ – réttindasamtaka þar sem kynntar voru niðurstöður rannsóknar á stöðu öryrkja á leigumarkaði. Þar kom fram að þeir öryrkjar sem eru á leigu­markaði sögðu al­mennt erfitt að fá leigt hús­næði á al­menn­um markaði og greiða stór­an hluta tekna sinna í sinn hlut af rekstri hús­næðis­ins. Alls sögðust 12% greiða meira en 75% út­borgaðra launa en 25% greiða á milli 51% og 75%.

„Öryrkj­ar á leigu­markaði eru tvö­falt lík­legri en full­orðið fólk alls til að hafa mjög mikl­ar eða frek­ar mikl­ar áhyggj­ur af kostnaðinum við rekst­ur hús­næðis, eða 38% sam­an­borið við 19%,“ seg­ir í um­fjöll­un Öryrkja­banda­lags­ins um rannsóknina.

Gunnhildur kom að Rauða borðinu og sagði frá aðstæðum sínum. Hún sagðist ekki hafa hugsað til þeirrar stöðu sem öryrkjar búa við fyrr en hún missti sjálf heilsuna. Og hún taldi að það sama ætti við um ráðafólki, ráðherra og fólk sem stýrir sveitarfélögunum. Það áttaði sig ekki á hversu þung staða öryrkja er, hvorki skyldi hana né skynjaði. Og það væri líklega ástæða þess að þau gerðu ekkert til að bæta hana.

Hún sagðist vera búin að missa trú á þeim loforðum sem ráðafólk gæfi. Það virðist ekki ætla að standa við þessi loforð. Eftir sætu öryrkjar, sem flestir hefðu það verr en Gunnhildur sjálf, án þess að geta lifað út mánuðinn.

Gunnhildur fær aðeins tæplega 18 þús. kr. í húsnæðisbætur á mánuði, ekki fullar bætur. Hún segist vera með of háar tekjur til að fá fullar bætur og ekki tikka í öll réttu boxin til að fá sérstakar húsnæðisbætur. Til að fá þær þarf fólk að vera með börn á framfæri, þiggja ýmsa aðstoð frá Reykjavíkurborg og vera verr sett en Gunnhildur er. Og hún telur sig heldur ekki hafa neina von til að fá úthlutað íbúð hjá Félagsbústöðum. Til að fá íbúð þar þarf fólk að vera algjörlega niðurbrotið andlega, líkamleg og félagslega.

Húsaleigan er aðalvandamál Gunnhildar í dag og öruggt ódýrara húsnæði myndi breyta öllu yfir hana. Hún segist vonast til að Brynja, leigufélag öryrkja, muni styrkjast. Það er helsta von hennar. Annars kvíðir hún efri árunum, það verður erfitt að vera á leigumarkaðinum á eftirlaunum.

Samtalið við Gunnhildi má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí