Það veldur miklum hækkunum á fasteignamörkuðum þegar fé frá ólöglegri starfsemi leitar inn á húsnæðismarkaði. Húsbyggingaiðnaðurinn hefur heldur ekki farið varhluta af vandamálinu. Ríki Evrópu taka til varna og herða löggjöf.
Nokkur ríki í Evrópu hafa brugðið á þá ráð að herða löggjöf til að koma í veg fyrir peningaþvætti á fasteignamörkuðum. Peningaþvætti hefur verið viðvarandi vandamál á þeim mörkuðum vegna hversu ákjósanlegur iðnaðurinn er, bæði framleiðsla, kaup og sala til þess að koma ólöglegu fé undan og ekki síst til skattaundanskota.
Þegar ólöglegt fé flæðir inn á fasteignamarkaði hefur það óhóflegar hækkanir í för með sér og hafa yfirvöld í Balkanríkjunum sem dæmi áætlað að það meiri áhrif á síhækkandi fasteignaverð en eftirspurn umfram framboð. Samkvæmt fréttamiðlinum Buisness News hefur húsnæðisverð í Balkanríkjunum hækkaði að meðaltali um 40-50% á árunum 2017-2020. Í skýrslu samtakanna Global Initiative Against Transnational Organized Crime sem kom út í fyrra er það mat sérfræðinga „að ekki sé hægt að skýra þessa hækkun með meiri eftirspurn frá raunhagkerfinu eða tekjuvexti, heldur sé hún að mestu knúin áfram af peningum frá skipulagðri glæpastarfsemi og spillingu sem hefur verið fjárfest í byggingarstarfsemi og fasteignum“.
Telja sérfræðingar samtakanna því að stór hluti hækkunar á fasteignamörkuðum skýrist fyrst og fremst af peningaþvætti og að sama skapi er það mat þeirra að framleiðsla á lúxusíbúðum innan borganna, þ.e. á þeim byggingaverkefnum sem sem hlutu byggingarleyfi frá skipulagsyfirvöldum endurspegli alls ekki kröfur markaðarins.
Þjóðverjar og Hollendingar hafa nýlega farið þá leið að herða löggjöf og reyna þannig að koma í veg fyrir viðvarandi peningaþvætti á fasteignamörkuðum. Þar eins og í Balkanlöndunum hefur peningaþvætti mikil áhrif á fasteignaverð, sem aftur verður til þess að hinn venjulegi kaupandi er verðlagður út af markaðnum. „Við höfum hugrekki til að ná góðum árangri,“ sagði Christian Lindner fjármálaráðherra Þýskalands í nýlegri yfirlýsingu. „Með öflugum og áhrifaríkum kerfum okkar munum við tryggja að heiðarlegt fólk verði varið fyrir þeim sem misnota reglurnar.“ Þetta kemur fram í vefmiðlinum Refire (German Real Estate Finance). Talið er að um 30 milljarðar evra fari í gegnum fasteignamarkaði í Þýskalandi sem peningaþvætti á hverju ári eða fjögur þúsund og fimm hundruð milljarðar króna sem gerir tuttugu prósent af þeirri upphæðar þess sem fer í gegnum fasteignamarkaðinn.
Að sama skapi hafa Bretar og Írar nýlega hert löggjöf til varnar ólöglegu fé á fasteignamörkuðum. Í yfirlýsingu ráðamanna í löndunum segir Þessar nýju lagabreytingar fela í sér auknar áskoranir fyrir bygginga- og fasteignaiðnaðinn þar sem glæpamenn auka ekki aðeins viðleitni sína til að þvo óhreina peningana sína með fasteeignum heldur eru einnig ríkari skyldur fyrir iðnaðinn til að fylgja eftir. Að mati fjármálaráðuneytis Stóra-Bretlands er fasteignamarkaðurinn sá mest útsetti fyrir peningaþvætti af öllu fjármálakerfinu og skapar áhættu fyrir hagkerfið.
Í nýjustu skýrslu Transparency International er það metið svo að peningaþvætti á fasteigna- og byggingamarkaði hafi breitt úr sér til allra kima heimsins, “að tengsl fasteigna og peningaþvættis séu alþjóðlegt fyrirbæri og ein af elstu aðferðum við að þvo ólöglega fjármuni. Fjárfestingar í eignum geta gert glæpamönnum kleift að sveipa hulu lögmætis yfir illa fengin ávinning af starfsemi sinni.