Áform um aukna vernd fyrir þolendur heimilisofbeldis

Þolendur heimilisofbeldis geta átt von á aukinni vernd og þjónustu ef áform um lagabreytingu heilbrigðisráðuneytisins ná fram að ganga á nýju ári. Í dag var opnað fyrir umsagnir um þessi áform í Samráðsgátt stjórnvalda.

Gera má ráð fyrir að áformin séu sett í fram í ljósi aukinnar umræðu og endurtekinnar gagnrýni á veika lagalega stöðu þolenda en eins og segir í tilkynningu ráðuneytisins er að ýmsu að huga við undirbúninginn eins og „lög og reglur um persónuvernd, miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga og siðareglur heilbrigðisstarfsfólks. Til dæmis mögulegur fælingarmáttur þolenda að leita sér heilbrigðisþjónustu, ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna að hafa samband við lögreglu, mikilvægi þess að virða sjálfsákvörðunarrétt þolanda, hver yrði forvarnarþáttur og skilaboð til samfélagsins með breytingu á lögum og hvernig styrkir það stöðu þolenda og aðstandanda þeirra (oft börn) ef ekkert er að gert.“ 


Heimildir lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks til að vinna út frá hagsmunum þolenda eru oft óljósar jafnvel þótt lögin kveði skýrt á um að stjórnvöldum beri að aðhafast allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda fólk gegn ofbeldi.

Samráðsgátt stjórnvalda er öllum opinn, einstaklingum sem félagasamtökum, og er fólk hvatt til að kynna sér mál og gefa umsagnir en með því er vænst að ólík mál fái sem lýðræðislegasta afgreiðslu í meðförum þingsins.  Ljósmynd Pietro Naj-Oleari

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí