Bæklingur vegna húsnæðisuppbyggingar kostaði yfir 13 milljónir

Bæklingur Reykjavíkur um uppbyggingu íbúða sem kom út 2. nóvember síðastliðinn kostaði 13.322.240kr fyrir virðisaukaskatt. Til samanburðar er áætlað að borgin spari 9.859.000kr á því að skera niður í þjónustu við unglinga í félagsmiðstöðvum á næsta ári.

Upphæð vegna gerðar bæklingsins var opinberuð á borgarráðsfundi í dag. Þar var verið að bregðast við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem spurt var hver kostnaðurinn væri.

Athygli vekur að víða hefur verið skorið niður í borgarkerfinu. Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar héldu því fram að þeim hafi samt tekist að verja grunnþjónustuna. Að öllum steinum hafi verið velt við.

Hins vegar er það staðreynd að útgáfa ritsins kostar meira en borgin sparar á því að loka félagsmiðstöðvum unglinga fyrr á næsta ári. Hingað til hafa þær verið opnar til 22:00 á kvöldin, en meirihluti borgarstjórnar ákvað að skera niður með því að loka þeim 15 mínútum fyrr á á næsta ári.

Umræddan bækling má sjá í rafrænu formi með því að smella á þennan hlekk: https://reykjavik.is/sites/default/files/2022-11/Uppbygging_borgin_2022_72.pdf

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí