Hæpið að hækkanir VR verji launafólk gegn kjararýrnun

Þótt taxtar VR hækki um að allt að 52 þús. kr. og hæstu laun um 66 þús. kr. er ólíklegt að nýgerðir samningar nái að bæta launafólki verðbólguna á þessu ári og því næsta. Jafnvel þótt verðbólguspár gengju eftir, sem er ólíklegt, munu launahækkanir ekki ná að bæta kaupmátt flestra.

Samtök atvinnulífsins vörðu þann ramma sem þau höfðu sett í samningum sínum við Starfsgreinasambandið. Hagvaxtaraukanum sem samið var um 2019 var flýtt og hann í reynd felldur inn nýjan samning. Að öðru leyti hækka lægstu laun aðeins um 22 þús. kr.

Hækkanir í gegnum launaflokka og starfsaldursbreytingar geta orðið allt að 4,3% hjá VR hjá fólkinu með mesta starfsreynslu, eins og hjá Starfsgreinasambandinu. Ef við tökum meðaltal allra flokka og aldursbila er meðaltal þessara hækkana 2,2% hjá Starfsgreinasambandinu og 2,0% hjá VR. Þetta þarf ekki að vera raunverulegur munur þar sem launaflokkakerfin eru ólík, margir flokkar hjá SGS en fáir hjá VR.

Til að glöggva okkur á um hvað var raunverulega samið skulum við byrja á að draga hagvaxtaraukann frá, sem var þegar umsaminn og tilheyrir lífskjarasamningunum frá 2019. Það var hins vegar samið um að flýta honum frá 1. apríl 2023 aftur til 1. nóvember 2022 eða um fimm mánuði. Það jafngildir eingreiðslu upp á 65 þús. kr. Ef við deilum henni yfir 15 mánaða samningstíma jafngildir flýting hagvaxtaraukans 4.333 kr. hækkun mánaðarlauna. Og ef við deilum hækkun desember- og orlofsuppbóta yfir 12 mánaða tímabil þá bætast við 667 kr. til viðbótar.

Nýjar launahækkanir og ekki áðurumsamdar eru þá akkúrat 27 þús. kr. á mánuði. Við þær bætast svo 0-4,3% hækkun vegna breytinga á launatöflum, sem eru um 2,2% að meðaltali.

Og eins og Samstöðin hefur áður bent á lá síðan að baki samningnum SA og SGS að þak yrði á hækkunum. Í samningnum við verslunarmenn kom þetta þak fram. Grunnlaun hækka ekki umfram 66 þús. kr.

Þá er hægt að stilla upp rammanum sem Samtök atvinnulífsins vinna með. Hér má sjá raunverulegar launahækkanir frá lægstu launum að einni milljón. Teknar eru taxtahækkanir leiðréttar fyrir hagvaxtaraukanum, flýting hans tekin inn og hækkun á uppbótum og síðan 2,2% meðaltalshækkun vegna breytinga á launatöflum.

Laun í dagHækkunHlutfall
368.00035.0969,54%
400.00035.8008,95%
450.00036.9008,20%
500.00038.0007,60%
550.00041.2257,50%
600.00045.7007,62%
650.00050.1757,72%
700.00054.6507,81%
750.00059.1257,88%
800.00063.6007,95%
850.00066.0007,76%
900.00066.0007,33%
950.00066.0006,95%
1.000.00066.0006,60%

Hér eru allar hækkanir undir 11,9% verðbólgu frá apríl á þessu ári og fram til loka samningstímans miðað við verðbólguspár. Miðað við spár um verðbólgu næsta árs þurfa laun að hækka um 7,1% til að halda í við verðbólgu yfir samningstímann. En það er hæpið að þær spár rætist.

Hagstofan spáði 8,2% verðbólgu á þessu ári en það stefnir í að hún verði 9,5%. Og það merkir að verðbólguhraðinn í upphafi næsta árs verður meiri en ráð var fyrir gert. Hagstofan spáði 5,6% verðbólgu á næsta ári og að verðbólgan væri komin niður í um 7% um áramótin. Það stefnir í að hún verði 2,5 prósentum hærri. Og það gerir það ólíklegra að spá um 5,6% verðbólgu á næstu ári gangi eftir.

Ef við bætum þessum 2,5 prósentum við og sláum á að verðbólgan á næsta ári verði 8,1% en ekki 5,6% þurfa laun að hækka um 14,4% til að halda verðgildi sínu frá apríl síðastliðnum, þegar laun hækkuðu síðast. En um 9,6% ef launafólk vill gleypa þá 4,8% verðbólgu sem nagað hefur launin þeirra frá apríl til nóvember á þessu ári.

Hér má sjá breytingar á launatöflum hjá VR. Sama aðferð er notuð til að leiðrétta fyrir áður umsömdum hagvaxtarauka.

AfgreiðslufólkHækkunHlutfallVerður
Byrjunarlaun28.0157,6%406.923
Eftir 6 mánuði í fyrirtæki31.2088,3%416.205
Eftir 1 ár í fyrirtæki31.5478,3%418.114
Eftir 2 ár í fyrirtæki34.5418,9%429.833
Eftir 5 ár í fyrirtæki41.88910,7%441.919
Ferðaþjónusta o.fl.HækkunHlutfallVerður
Byrjunarlaun30.8898,0%425.848
Eftir 6 mánuði í starfsgrein33.1768,5%432.583
Eftir 1 ár í starfsgrein33.6488,5%438.297
Eftir 3 ár í starfsgrein35.4328,8%444.462
Eftir 5 ár í fyrirtæki44.13910,9%457.828
<!–td {border: 1px solid #cccccc;}br {mso-data-placement:same-cell;}–>
Byrjunarlaun32.1158,0%441.14Eftir 3 ár í starfsgrein44.13910,9%457.88
SkrifstofufólkHækkunHlutfallVerður
Byrjunarlaun32.1158,0%441.145
Eftir 3 ár í starfsgrein44.13910,9%457.828

Hér sést að það er helst fólk með mestu starfsreynsluna sem getur vænst þess að fá út úr þessum samningum næga vörn gegn verðbólgunni, en það er tæpt að það takist. Seðlabankinn og Hagstofan spáðu að verðbólgan færi að lækka með haustinu en það gerðist ekki. Veiking krónunnar að undanförnu ýtir undir verðbólgu, áframhaldandi hækkun íbúðaverðs og leigu, launaskrið og aukin þensla og innflutt verðbólga frá útlöndum.

Lesa má samning VR við SA á vef VR, sjá hér: Nýr kjarasamningur. Samningurinn verður kynntur á félagsfundi VR í salnum Háteig á Grand hótel miðvikudaginn 14. desember kl. 20:00.

Myndin er af undirskrift samningana fyrr í dag.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí