Ríkið niðurgreiðir íbúðarkaup eignafólks

Ríkið niðurgreiðir íbúðarkaup eignafólks Bob Blackman þingmaður breska íhaldsflokksins segir eignafólk og fjárfesta soga til sín húsnæðisbætur í gegnum eignarhald sitt á húsnæði á leigumarkaði. Nefnir hann sérstaklega erlenda fjárfesta sem hafa fjárfest grimmt í fasteignum á bretlandseyjum undanfarið. Hann segir ríkið niðurgreiða fjárfestingar eignafólks í gegnum húsnæðisbætur.

Húsaleiga hefur hækkað um 17% í London undanfarna tólf mánuði á meðan hún hefur hækkað um tæp fjögur prósent á landsvísu í Stóra-Bretlandi. Húsaleiga hækkaði um tvö prósent í Wales og tæp fjögur prósent í Skotlandi. Verðbólga á bretlandseyjum er 9.6%.

Hefur Blackman miklar áhyggjur af því hvernig fjárfestar nýta sér stöðu sína til að kaupa upp húsnæði til þess eins að hagnast á leigumarkaðnum. Tekur hann dæmi af fasteignaverkefnum sem hafa að mestu leyti endað í höndum fjárfesta sem setja íbúðirnar á leigumarkaðinn og hækka húsaleigu í sífellu. Óttast hann að tekjulágir og ungt fólk muni eiga erfitt með að koma sér inn á fasteignamarkaðinn undir þessum kringumstæðum.

Hlutfall íbúa á Bretlandi sem eiga eina íbúð hefur lækkað um eitt komma tvö prósentustig undanfarin áratug, en er þó á hægfara uppleið um þessar mundir. Bretar búa að því að rúm tuttugu prósent af öllu húsnæði er félagslega rekið og að árleg hækkun á húsaleigu þar í landi hefur einungis verið á bilinu 1-3% á ári undanfarin áratug.

Þrátt fyrir að staðan á húsnæðismarkaði í Stóra-Bretlandi sé margfalt betri en á Íslandi þá kallar Blackman ástandið “hinn fullkomna storm” þegar fjárfestar sópa til sín húsnæði til að leigja á okurleigu. Segir hann leigjendur ekki hafa efni á leigunni, og því krefst það hærri húsnæðisbóta. Þannig er ríkissjóður landsins, peningar skattgreiðenda notaður til að niðurgreiða fjárfestingar eignafólks á fasteignamarkaði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí