Starfsgreinasambandið og SA búin að semja

Samkvæmt heimildum Samstöðvarinnar er nú flest klárt fyrir undirritun nýrra kjarasamninga í karphúsinu milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Innihaldið er líkt og Samstöðin sagði frá um miðra viku, nema hvað hækkunin er 22 þús. kr. á mánuði en ekki 20 þús. og 13 þús. kr. hagvaxtaraukinn kemur til útgreiðslu frá 1. nóvember síðastliðnum.

22 þúsund króna hækkun á lægstu laun jafngildir tæplega 6% hækkun. Auk þess fá þau sem hafa starfað lengur en 5 ár hjá sama fyrirtæki 3% hækkun. Það er því samið um 9% hækkun til þeirra sem mest fá.

13 þús. kr. hagvaxtaraukinn tilheyrir lífskjarasamningunum og því kannski eðlilegt að meta flýtingu hans frá 1. maí á næsta ári til 1. nóvember síðastliðins sem einskonar eingreiðslu upp á 78 þús. kr, sem reyndar dreifist á sex mánuði.

Þá er samið um sérstakar greiðslur til fiskverkafólks. Bónusgreiðslur hækka um 8% víðast en meira hjá Samherja fyrir norðan. Ekkert liggur fyrir um hvað ríkisstjórnin leggur til. það er heldur engin ákvæði um varnir gegn verðbólgu.

Ekki er einhugur meðal Starsfgreinasambandsins. Aðalsteinn Árni Baldurson formaður Framsýnar er sagður hafa skrifað undir tregur en Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur neitaði að skrifa undir samninginn.

Um leið og gengið var frá samningi við Starfsgreinasambandið ákváðu iðnaðarmenn að fara í samflot með VR og Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí