Tekjur hinna ríkustu vaxið fimmfalt hraðar en almennings

Tekjur 0,1% ríkasta fólks landsins hafa vaxið að raunvirði um 50% á mann frá árinu 2016, ári áður en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við. Á sama tíma hafa tekjur 95% fólks, meginþorra almennings vaxið um 10%. Tekjur hinna ríkustu vaxa þannig á fimmföldum hraða á við almenning undir þessari ríkisstjórn. Ójöfnuður vex.

Þetta má lesa út úr svari fjármálaráðuneytisins við árlegri fyrirspurn Loga Einarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um tekjur og eignir ríkasta fólksins. Þar eru birtar tekjur 5% tekjuhæsta fólksins og eru upphæðir á verðlagi hvers árs. Til að meta breytinguna þarf að taka tillit til verðbólgu og einnig að taka tillit til þess að landsmönnum fjölgar.

Sé miðað við fjölgun landsmanna hafa tekjur landsmanna á mann vaxið föstu verðlagi um 11,4% frá 2016. Tekjur 5% tekjuhæsta fólksins hafa vaxið um 15,4% og tekjur 1% hinna tekjuhæstu um 26,7%. Tekjur 0,1% hinna tekjuhæsta hafa hins vegar vaxið um 50,1%. Og út frá þessu má áætla að tekjur 95% fólks, þeirra sem ekki komast í hóp hinna 5% tekjuhæstu hafi vaxið um 10,3%.

Þetta sýnir að undir ríkisstjórn Katrínar vex ójöfnuður. Enda hefur hún engu breytt í megindráttum. Samfélagið keyrir áfram á grunni nýfrjálshyggjunnar sem hyglir hinum efnameiri en heldur öðrum niðri. Það sést ekki aðeins á því að tekjur hinna tekjumestu vaxa hraðar en annarra heldur einnig á húsnæðismarkaði, þar sem húsnæðiskostnaður hinna tekjulægstu hækkar mest. Það hefur líka dregið úr tekjujöfnun skattkerfisins, bæturnar vigta minna og skattaafsláttur til þeirra sem eru með miklar fjármagnstekjur vigta þyngra. Ójöfnuður vex því hraðar en ráða má af tekjunum einum.

Og hér er miðað við tekjur samkvæmt skattframtölum, en vitað er að skatsvik verða meiri eftir því sem tekjurnar verða hærri. Í norskri rannsókn var áætlað að hin ríkustu telji ekki fram um 1/3 af tekjum sínum.

Ef við skoðum tíu ára tímabil þá hafa tekjur landsmanna vaxið um 38,8% á mann á föstu verðlagi, frá árinu 2011. Þessi vöxtur skiptist ójafnt. Hjá 95% af fólkinu hafa tekjurnar vaxið um 34,8% en hjá 5% hinna tekjuhæstu um 52,4%. En mestur vöxtur er á toppnum, 98,3% hjá 1% hinna tekjuhæstu en 222,2% hjá 0,1% hinna tekjuhæstu.

Þessi ójöfnuður er innbyggður inn í kerfið. Eftir því sem það vellur áfram því meiri verður ójöfnuðurinn.

Ef við skoðum öldina þá hafa tekjur landsmanna vaxið um 55% á mann frá 1999. Tekjur 5% tekjuhæstu hafa vaxið um 86%, 1% tekjuhæstu um 142% og 0,1% tekjuhæstu um 329%. Tekjur 95% landsmanna sem ekki tilheyra hinum 5% tekjuhæstu hafa vaxið um 48%.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí