Vilja ákvæði í samninga til varnar verðbólgu og vöxtum

VR og samflot iðnaðarmanna vilja ákvæði í kjarasamninga sem tryggir launafólk gegn verðbólgu og hækkun vaxta. Þetta er forsenda þess að félögin gangi til viðræðna um stuttan kjarasamning.

Ragnar Þór rekur á Facebook hversu mikið forsendur efnahagsmála geta breyst á stuttum tíma, birtir þar yfirlit á breytingunum nú frá því fyrir fjórtán mánuðum:

14 mánaða kjarasamningur er vissulega stuttur tími en hvað hefur gerst á 14 mánuðum? skrifar Ragnar. Og listar síðan þetta upp:

  • Fyrir 14 mánuðum voru stýrivextir 1,5% en eru í dag 6%
  • Fyrir 14 mánuðum var 12 mánaða verðbólga 4,4% en er í dag 9,3%
  • Fyrir 14 mánuðum stefndi í metafkomu fyrirtækja, í dag stefnir í enn betri afkomu.
  • Árið 2021 voru hreinar vaxtatekjur bankanna 72,2 milljarðar en stefna í að verða yfir 102 milljarðar fyrir árið 2022.
  • Árið 2021 var hagvöxtur 4,4 en stefnir í að fara yfir 6,5% árið 2022.

„Gríðarleg óvissa blasir við íslenskum heimilum en óvissan í atvinnulífinu og fjármálakerfinu snýst að mestu um hversu mikil aukning verður á afkomu frá metárinu í fyrra,“ skrifar Ragnar. „Þess vegna er mikilvægt að verkalýðshreyfingin setji fyrirvara í kjarasamninga um aukin kaupmátt, lægri verðbólgu og vaxtastig og raunverulegan hvata fyrir atvinnulífið um að slík markmið náist. Því það er ansi margt sem getur breyst á stuttum tíma. Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum heldur nýtt sér viðkvæma stöðu til að skapa sér fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“

Verkalýðsfélag Grindavíkur skrifaði ekki undir samning Starfsgreinasambandsins einmitt vegna skorts á þessum tryggingum. Samninganefndin fundaði á sunnudaginn og ítrekaði þessa afstöðu. Nú leitar félagið að samfloti sem hentar inn í viðræðurnar. Þar kemur til greina VR og iðnaðarmennirnir, Efling eða hvort tveggja.

Hörður Guðbrandsson formaður lýsti stöðunni við Rauða borðið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí