Háskólanemar í leiguverkfall

Nemendur við háskólann í Manchester á Englandi eru komnir í leiguverkfall. Er það í annað skiptið á tæpum þremur árum sem þeir halda aftur af leigugreiðslum vegna íþyngjandi húsnæðiskostnaðar. Árið 2020 knúðu nemendur fram lækkun á húsnæðiskostnaði að upphæð sem nemur 2.1 milljarði með leiguverkfallsaðagerð sem heppnaðist vel. Fjórum árum fyrr eða árið 2016 fóru þáverandi nemendur einnig í leiguverkfall, þar sem þeir höfðu einnig betur.

Leiguverkföllin hafa reynst nemendunum fengsæl og áhrifaríkt vopn sem hafa notið mikins stuðning í háskólasamfélaginu. Miklar hækkanir hafa orðið á húsaleigu hjá háskólanum og vísa nemendur til þess sem ástæðu fyrir leiguverkfallinu sem og ríkjandi framfærsluneyðar. Telja þeir óhæfu að skólinn skuli vera að hækka húsaleigu á meðan að verðbólgan er eins og há og raunin er.

Á sama tíma mótmæla nemendur skólans einnig aukinni markaðsvæðingu námsins sem þeir segja að skaði bæði nemendur, kennara og starfsfólk. Nefna þeir sem dæmi að rekstarhagnaður háskólans hefur tvöfaldast á milli ára og er orðin tuttugu og einn milljarður króna. Nefnt hefur verið að skólinn sem er rekinn eins og hvert annað fyrirtæki sé að nýta sér verðbólguna til að hækka bæði gjöld og framfærslukostnað nemenda.

Hefur húsaleiga hækkað um allt að 6% frá síðasta ári, eða sex þúsund og fimm hundruð krónum á mánuði sem jafngildir árshækkun upp á sjötíu og átta þúsund. Krafa námsmanna er að húsaleiga lækki um þrjátíu prósent og að hún hækki ekkert næstu þrjú ár, jafnframt að fjörutíu prósent af öllu húsnæði fyrir nemendur verði á viðráðanlegu verði. Þeir krefjast þess að lækkunin verði afturvirk til Október á síðasta ári.

Hafa margir nemendur þurft að vinna með skólanum til að geta dregið fram lífið og eru dæmi um að nemendur þurfi að vinna allt að 30 klukkustundir í viku. Einnig eru dæmi um að hluti nemenda hafi þurft mataraðstoð vegna fátæktar sem til er komin vegna hækkandi húsaleigu. Sjötíu og fimm prósent þeirra segja að hár húsnæðiskostnaður hafi slæm áhrif á námsframvindu og helmingur segir að andlegri heilsu hraki af sömu ástæðu.

Mikill hugur er háskólanemendum í Manchester og hafa þeir hlotið víðtækan stuðning, ekki síst frá kennurum og starfsfólki.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí