Íbúðaverð hætt að hækka

Samkvæmt vísitölu fasteignaverðs frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ofurhækkun söluverð húsnæðis stöðvast. Íbúðaverð lækkaði um 0,7% frá nóvember til desember. Sérbýli lækkaði um 2,1% en fjölbýli um 0,3%. Þetta mun vigta inn í útreikninga neysluvísitölu fyrir janúar. Húsnæðisverð mun þá í fyrsta sinn í langan tíma ekki ýta vísitölunni upp.

Íbúðaverð hefur lækkað um 0,4% síðustu þrjá mánuði. Sérbýli lækkaði um 3,9% á því tímabili en fjölbýlu hækkaði um 0,6%. Þrátt fyrir þessa lækkun að undanförnu mælist enn mikil hækkun síðustu tólf mánuði eða 17,4%, nokkuð viðlíka í sérbýli og fjölbýli.

Talið er að lækkun eða minni hækkun húsnæðis dragi úr líkum á stýrivaxtahækkun Seðlabankans í febrúar. Svo virðist sem stýrivaxtahækkunin hingað til hafi drepið seljendamarkað húsnæðis, fólkið sem þarf húsnæði á engan veginn efni á að kaupa það.

Í nóvember gerðist það að vísitala söluverðs lækkaði um 0,3% en vísitala leiguverðs hækkaði um 2,0%. Það kann að sýna að húsnæðiskreppan hverfur ekki þótt færri hafi efni á að kaupa þær fáu íbúðir sem eru í boði. Það fólk situr fast á leigumarkaðnum þar sem verðið hækkar enn. Það verður áhugavert að sjá vísitölu húsleigu þegar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birtir hana fyrir desember.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí