Íbúðaverð hætt að hækka

Samkvæmt vísitölu fasteignaverðs frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ofurhækkun söluverð húsnæðis stöðvast. Íbúðaverð lækkaði um 0,7% frá nóvember til desember. Sérbýli lækkaði um 2,1% en fjölbýli um 0,3%. Þetta mun vigta inn í útreikninga neysluvísitölu fyrir janúar. Húsnæðisverð mun þá í fyrsta sinn í langan tíma ekki ýta vísitölunni upp.

Íbúðaverð hefur lækkað um 0,4% síðustu þrjá mánuði. Sérbýli lækkaði um 3,9% á því tímabili en fjölbýlu hækkaði um 0,6%. Þrátt fyrir þessa lækkun að undanförnu mælist enn mikil hækkun síðustu tólf mánuði eða 17,4%, nokkuð viðlíka í sérbýli og fjölbýli.

Talið er að lækkun eða minni hækkun húsnæðis dragi úr líkum á stýrivaxtahækkun Seðlabankans í febrúar. Svo virðist sem stýrivaxtahækkunin hingað til hafi drepið seljendamarkað húsnæðis, fólkið sem þarf húsnæði á engan veginn efni á að kaupa það.

Í nóvember gerðist það að vísitala söluverðs lækkaði um 0,3% en vísitala leiguverðs hækkaði um 2,0%. Það kann að sýna að húsnæðiskreppan hverfur ekki þótt færri hafi efni á að kaupa þær fáu íbúðir sem eru í boði. Það fólk situr fast á leigumarkaðnum þar sem verðið hækkar enn. Það verður áhugavert að sjá vísitölu húsleigu þegar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birtir hana fyrir desember.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí