Leiguþak letur ekki fjárfesta

Samkvæmt nýlegri rannsókn London School of Economics eru engar vísbendingar um að leiguþak eða inngrip stjórnvalda í verðmyndun á leigumarkaði hafi áhrif á húsnæðisframboð. Þetta kom fram í erindi Christine Whitehead prófessors sem hún flutti á ráðstefnu í Barcelona fyrir skömmu.

Á ráðstefnunni sem var haldinn á vegum evrópsku samtakana ENHR European network for housing research þar sem meðal annars var rætt um áhrif leiguþaks á húsnæðisframboð í borgum Evrópu. Whitehead flutti þar erindið “changing pattern of rent control” byggt á eigin rannsókn um áhrif nýlegra eða hertra takmarkana á verðmyndun á leigumörkuðum á framboð á húsnæðismarkaði. fjölmargar borgir í Evrópu hafa nýlega sett á leiguþak í einhverri mynd eða hert núverandi reglur um heimildir til hækkana á húsaleigu. Niðurstaða rannsóknar hennar var sú að engar vísbendingar væru um að leiguþak letji fjárfesta til fjárfestinga á húsnæðismarkaði. Enn fremur kemur fram í rannsókn Whitehead að stór fasteigna- og leigufélög sem starfað hafa lengi á leigumarkaði eru ánægð með leiguþak sem skapar þeim langtímaöryggi og inniheldur einhverskonar vísitölutengingu, ásamt heimildum leigusala til að rifta samningum vegna undantekninga.

Í erindi sínu fjallaði hún einnig um þróun leiguþaks eða inngripa stjórnvalda í verðmyndun á leigumarkaði, Framkvæmd leiguþaks og aðrar takmarkanir á þróun húsaleigu hefur tekið töluverðum breytingum frá lokum seinna stríðs þegar sú ráðstöfun var almenn í flestum vestrænum löndum. Rætt er um þrjár kynslóðir leiguþaks og ber hver og ein með sér sín sérkenni sem felast í umfangi þeirra takmarkana sem leigusalar verða fyrir.

Mikil umræða hefur skapast um þörfina á leiguþaki á íslenskum leigumarkaði. Hafa bæði launþegahreyfingar, hagsmunasamtök og stjórnmálamenn kallað eftir því opinberlega. Fordæmalausar hækkanir á húsaleigu hafa verið ríkjandi undanfarin áratug á sama tíma og framboðsskorti er viðhaldið á húsnæðismarkaði. Á sama tíma hafa leigjendur verið algerlega óvarðir fyrir sjálftöku leigusala og mátt þola ástand sem veldur bæði hnignandi velferð og óöryggi. Hins vegar hafa fulltrúar fjármagnsins varað við því að sett verði á einhversskonar takmarkanir á leigumarkaði og sjá þvi allt til foráttu.

Fulltrúar fjármagnsins hafa verið iðnir við að nýta sér áratuga gamlar rannsóknir og ummæli forkólfa frjálshyggjunnar um ímyndaðan eyðileggingarmátt leiguþaks eða leigubremsu. Þar ber oftast á góma rúmlega 50 ára löggjöf sem sett var í New York, eða veikleiki reglugerðar Hong Kong borgar á níunda áratugnum sem var leiðréttur og er enn í gildi.

Samkvæmt rannsókninni “rent regulation: unpacking the debates” sem háskólarnir í Glasgow og Bristol á Englandi framkvæmdu og var birt síðastliðið sumar þá eru margar þær rannsóknir og heimildir sem andstæðingar leiguþaks nýta sér mjög ófullkomnar og oftar en ekki framkvæmdar af hagsmunaaðilum. Það skekkir umræðuna og veldur því að stjórnmálamenn veigra sér við að hefja umræðu um leiguþak.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí