Ragnar Þór reiknar með fleiru en einu mótframboði til formanns VR

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR reiknar með fleiru en einu mótframboði gegn honum til formanns VR. Hann segist vita af einu, en vill ekki segja hver þar er á ferð. Framboðsfrestur rennur út 6. febrúar, eftir viku.

Ragnar Þór tilkynnti eftir áramótin að hann ætlaði að sækjast eftir umboði til að sitja tvö ár lengur á formannsstóli. Hann var fyrst kjörinn 2017, fékk ekki mótframboð 2019 en fékk mótframboð frá Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, fyrrum formanni Sjálfstæðiskvenna, þegar kosið var 2021. Ragnar Þór sigraði kjörið með 63% atkvæða en Helga Guðrún fékk 34%. Ragnar felldi sitjandi formann, Ólafíu B. Rafnsdóttur, árið 2017 með 63% atkvæða á móti 37% atkvæða Ólafíu.

Þau sem vilkja bjóða sig fram til stjórnarsetu í VR fyrir næstu tvö ár geta gert það hér: Hvernig á að bjóða sig fram?

Horfa má á viðtal við Ragnar Þór við Rauða borðið í spilarnum hér að ofan, þar sem hann ræðir stöðuna í kjaradeilu Eflingar og SA fyrst en síðan um VR og formannskjörið.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí