Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR reiknar með fleiru en einu mótframboði gegn honum til formanns VR. Hann segist vita af einu, en vill ekki segja hver þar er á ferð. Framboðsfrestur rennur út 6. febrúar, eftir viku.
Ragnar Þór tilkynnti eftir áramótin að hann ætlaði að sækjast eftir umboði til að sitja tvö ár lengur á formannsstóli. Hann var fyrst kjörinn 2017, fékk ekki mótframboð 2019 en fékk mótframboð frá Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, fyrrum formanni Sjálfstæðiskvenna, þegar kosið var 2021. Ragnar Þór sigraði kjörið með 63% atkvæða en Helga Guðrún fékk 34%. Ragnar felldi sitjandi formann, Ólafíu B. Rafnsdóttur, árið 2017 með 63% atkvæða á móti 37% atkvæða Ólafíu.
Þau sem vilkja bjóða sig fram til stjórnarsetu í VR fyrir næstu tvö ár geta gert það hér: Hvernig á að bjóða sig fram?
Horfa má á viðtal við Ragnar Þór við Rauða borðið í spilarnum hér að ofan, þar sem hann ræðir stöðuna í kjaradeilu Eflingar og SA fyrst en síðan um VR og formannskjörið.