Reykjavíkurborg situr á lóðum en neitar sjálf að byggja á þeim

Í svari frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn um hver rökin væru fyrir því að borgin byggi sjálf ekki íbúðir á eigin lóðum kom fram að slíkt fæli í sér „ívilnanir til sumra“ og myndi raska „samkeppnismarkaðnum“.

Í yfirliti vegna húsnæðisáætlunar Reykjavíkur frá fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 kom fram að 23% allra úthlutaðra lóða væru í eigu borgarinnar. Hins vegar voru þær allar ætlaðar hinum „almenna markaði.“

Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands lagði fram fyrirspurn 7. júlí sl. í Borgarráði þar sem spurt var hver rökin væru fyrir því að borgin byggi sjálf ekki íbúðir á eigin lóðum eins og margar borgir í Evrópu gera og leigi síðan út eða selji á kostnaðarverði. 

Í svari sem barst kom fram að slíkt væri ekki hluti af lögbundnum verkefnum Reykjavíkur, gæti falið í sér „ívilnanir til sumra“ og væri mögulega að fara inn á „samkeppnismarkað.“

Svarið í heild sinni: „Það er ekki eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga að byggja íbúðir (á almennum markaði) og ef borgin færi í slík verkefni gæti uppbygging slíkra íbúða falið í sér ívilnanir til sumra eða að borgin væri þá mögulega að fara inn á samkeppnismarkað. Aftur á móti tekur Reykjavíkurborg virkan þátt í íbúðaruppbyggingu í borginni fyrir efnaminni einstaklinga, m.a. með stofnframlög, Félagsbústöðum o.fl. aðilum sem eru hluti af uppbyggingarmarkmiðum fyrir óhagnaðardrifin félög og margar íbúðir eru í uppbyggingu á þeirra vegum.“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí