Reykjavíkurborg situr á lóðum en neitar sjálf að byggja á þeim

Í svari frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn um hver rökin væru fyrir því að borgin byggi sjálf ekki íbúðir á eigin lóðum kom fram að slíkt fæli í sér „ívilnanir til sumra“ og myndi raska „samkeppnismarkaðnum“.

Í yfirliti vegna húsnæðisáætlunar Reykjavíkur frá fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 kom fram að 23% allra úthlutaðra lóða væru í eigu borgarinnar. Hins vegar voru þær allar ætlaðar hinum „almenna markaði.“

Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands lagði fram fyrirspurn 7. júlí sl. í Borgarráði þar sem spurt var hver rökin væru fyrir því að borgin byggi sjálf ekki íbúðir á eigin lóðum eins og margar borgir í Evrópu gera og leigi síðan út eða selji á kostnaðarverði. 

Í svari sem barst kom fram að slíkt væri ekki hluti af lögbundnum verkefnum Reykjavíkur, gæti falið í sér „ívilnanir til sumra“ og væri mögulega að fara inn á „samkeppnismarkað.“

Svarið í heild sinni: „Það er ekki eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga að byggja íbúðir (á almennum markaði) og ef borgin færi í slík verkefni gæti uppbygging slíkra íbúða falið í sér ívilnanir til sumra eða að borgin væri þá mögulega að fara inn á samkeppnismarkað. Aftur á móti tekur Reykjavíkurborg virkan þátt í íbúðaruppbyggingu í borginni fyrir efnaminni einstaklinga, m.a. með stofnframlög, Félagsbústöðum o.fl. aðilum sem eru hluti af uppbyggingarmarkmiðum fyrir óhagnaðardrifin félög og margar íbúðir eru í uppbyggingu á þeirra vegum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí