Umræða um Ljósleiðarann í borgarstjórn

Á fundi borgarstjórnar í dag verða málefni Ljósleiðarans ehf. rædd. Fyrirtækið er að langstærstum hluta í eigu Reykjavíkur, í gegnum OR (Orkuveitu Reykjavíkur). Stjórn Ljósleiðarans samþykkti í haust að selja um 40% af félaginu til einkaaðila. Athygli vekur að eigandinn fær ekki í hendurnar samning við Sýn, sem liggur m.a. til grundvallar ákvörðun Ljósleiðarans að selja.

Ljósleiðarinn ehf. starfar á svokölluðum samkeppnismarkaði. Opinberir aðila mega ekki samkvæmt Fjarskiptastofu hafa bein afskipti af Ljósleiðaranum eða leggja til þeirra aukafé. Míla er annað fyrirtæki sem er í beinni samkeppni við Ljósleiðarann og því eru tvö fyrirtæki á markaðnum. Um mikla fákeppni er að ræða.

Ljóst er að umræðan í dag verður beinskeytt. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfsæðisflokksins sagði sig úr rýnihópi um mál Ljósleiðarans og flokkur hennar hefur lengi kallað eftir umræðu um málið í borgarstjórn. Halda því fram að meirihlutinn beiti einræðistilburðum og þöggun í málinu.

Önnur mál á dagskrá eru m.a. samkomulag Reykjavíkur og ríkis um húsnæðisátak, þar sem talað er um „aukið framboð íbúðarhúsnæðis í Reykjavík“. Sósíalistaflokkur Íslands leggur fram tillögu um að draga til baka og fresta ákvörðun um hámarksdvalartíma barna á leikskólum. Flokkur fólksins leggur til heimgreiðslur til foreldra sem bíða eftir leikskólaplássi og Vinstri grænir vilja láta útbúa drög að kostnaðaráætlun fyrir ritun á nýrri sögu Reykjavíkur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí