Umræða um Ljósleiðarann í borgarstjórn

Á fundi borgarstjórnar í dag verða málefni Ljósleiðarans ehf. rædd. Fyrirtækið er að langstærstum hluta í eigu Reykjavíkur, í gegnum OR (Orkuveitu Reykjavíkur). Stjórn Ljósleiðarans samþykkti í haust að selja um 40% af félaginu til einkaaðila. Athygli vekur að eigandinn fær ekki í hendurnar samning við Sýn, sem liggur m.a. til grundvallar ákvörðun Ljósleiðarans að selja.

Ljósleiðarinn ehf. starfar á svokölluðum samkeppnismarkaði. Opinberir aðila mega ekki samkvæmt Fjarskiptastofu hafa bein afskipti af Ljósleiðaranum eða leggja til þeirra aukafé. Míla er annað fyrirtæki sem er í beinni samkeppni við Ljósleiðarann og því eru tvö fyrirtæki á markaðnum. Um mikla fákeppni er að ræða.

Ljóst er að umræðan í dag verður beinskeytt. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfsæðisflokksins sagði sig úr rýnihópi um mál Ljósleiðarans og flokkur hennar hefur lengi kallað eftir umræðu um málið í borgarstjórn. Halda því fram að meirihlutinn beiti einræðistilburðum og þöggun í málinu.

Önnur mál á dagskrá eru m.a. samkomulag Reykjavíkur og ríkis um húsnæðisátak, þar sem talað er um „aukið framboð íbúðarhúsnæðis í Reykjavík“. Sósíalistaflokkur Íslands leggur fram tillögu um að draga til baka og fresta ákvörðun um hámarksdvalartíma barna á leikskólum. Flokkur fólksins leggur til heimgreiðslur til foreldra sem bíða eftir leikskólaplássi og Vinstri grænir vilja láta útbúa drög að kostnaðaráætlun fyrir ritun á nýrri sögu Reykjavíkur.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí