Verkfall samþykkt með rúmlega tveimur þriðju atkvæða

Verkalýðsmál 30. jan 2023

Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum á höfuðborgarsvæðinu samþykktu að fara í verkfall í næstu viku með 68% atkvæða þeirra sem tóku afstöðu. Kjörsókn var góð, eða 66%. Verkfallið hefst þriðjudaginn 7. febrúar.

Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að samninganefnd Eflingar fagni hugrekki verkafólks á Íslandshótelum. Einnig að samninganefndin hefði samþykkt næstu lotu verkfallsboðana. Þær hafa hins vegar ekki verið kynntar.

„Stjórnendur Íslandshótela beittu starfsfólk miklum þrýstingi og ólögmætum hótunum um tekjumissi tækju þau afstöðu með verkfalli,“ segir í yfirlýsingu Eflingar. „Er það skýrt brot á ákvæðum laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Var allt starfsfólk skikkað á sérstaka fundi þar sem stjórnendur ræddu um kjaradeilu Eflingar við SA á villandi og einhliða hátt, og komu hótunum sínum í þá veru óspart á framfæri. Bárust félaginu margar kvartanir frá félagsfólki vegna þessa.“

„Ríkissáttasemjari samþykkti sérstaka miðlunartillögu sem tímasett var til að koma í veg fyrir að félagsfólk Eflingar hjá Íslandshótelum fengi að nýta sér rétt sinn til verkfalls. Hann endurtók jafnframt hótanir atvinnurekenda um tekjumissi,“ heldur yfirlýsingin áfram. „Tveir ráðherrar Vinstri grænna í ríkisstjórn, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, vissu af miðlunartillögu ríkissáttasemjara áður en hún var kynnt samninganefnd Eflingar. Ráðherrarnir stigu fram opinberlega til stuðnings við miðlunartillöguna þrátt fyrir háværa gagnrýni allra heildarsamtaka launafólks á hana.“

Myndin er af samninganefndinni að fagna niðurstöðunni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí