Borgaryfirvöld á Bretlandseyjum kalla eftir leiguþaki

Undanfarið misseri hafa sífellt fleiri borgarstjórnir á bretlandseyjum farið fram á það við yfirvöld að þeim verði veitt heimildir til að setja reglur um leigumarkaðinn. Felicity Buchan húsnæðismálaráðherra íhaldsflokksins hefur hafnað öllum umleitunum um að veita borgar- eða svæðisyfirvöldum heimildir til að bregðast við erfiðri stöðu á leigumarkaði. Það tilkynnti hún Landssamtökum leigusala nýverið.

Miklar umræður hafa verið um erfiða stöðu leigjenda á bretlandseyjum undanfarið. Hafa fjölmörg sveitarfélög kallað eftir því að löggjafinn veiti þeim heimildir til að bregðast við með leiguþaki, leigubremsu eða leigufrystingu fyrir einkarekin leigumarkað. Benda mörg borgar- og bæjayfirvöld á frumkvæði skoskra yfirvalda sem hafa innleitt strangar reglur um hækkun húsaleigu þar í landi og hefur þótt leiða til góðs.

Borgaryfirvöld í Bristol undir forystu Tom Renhard sem fer fyrir húsnæðismálum í borginni samþykktu nú lok janúar með miklum meirihluta að kefja löggjafann á bretlandseyjum um heimildir til að setja lög um húsaleigu. Nokkrir fulltrúar borgarstjórnarinnar urðu þó að víkja sæti á meðan að kosningu stóð vegna hagsmuna þeirra á húsaleigumarkaði. Eingöngu fulltrúar breska íhaldsflokksins kusu þó á móti tillögunni. Fór svo að tillagan var samþykkt með þrjátíu og fimm atkvæðum en einungis níu fulltrúar íhaldsflokksins kusu gegn henni.

Kemur þessi tillaga í kjölfar fleiri slíkra sem settar hafa verið fram af stjórnmálamönnum og borgar- og bæjastjórnum, allt frá Belfast til velska þingsins á undanförnu misseri. Að sama skapi kallaði borgarstjóri Lundúna Sadiq Khan nýlega eftir því opinberlega að yfirvöld í borginni fengju lagaheimildir til að bregðast við hækkun á húsaleigu. Talið er að yfirgnæfandi stuðningur borgarfulltrúa í Bristol og ákall meirihlutans í borgarstjórn Lundúna leiði til þess að fleiri borgaryfirvöld setji málið á dagskrá.

Felicity Buchan ráðherra húsnæðismála hefur þó þvertekið fyrir að borgir og sveitarfélög fái heimildir til að setja slíkar reglur. Hefur hún ráðfært sig við landssamtök leigusala á bretlandseyjum og kynnti hún eindregna afstöðu sína á ársfundi þeirra nýverið. Buchan sem áður var yfirmaður hjá Jp Morgan Stanley og Bank of America, (núna einn af hluthöfum) er þeirrar skoðunar að núverandi endurskoðun húsaleigulagana „renters reform“ verði ekki til að þessar heimildir fáist.

Liz Truss fyrrverandi forsætisráðherra hafði lofað því að breyta ákvæði um tilefnilausa uppsögn leigusamninga en vannst hvorki hugur né tími til að koma því í framkvæmd. Það hefur skilið leigjendur á bretlandseyjum í verri málum en áður að sögn hagsmunasamtaka leigjenda.

Aðgerðir skoskra yfirvalda sem og afdráttarlaus krafa borgaryfirvalda í Bristol hefur hleypt nýju blóði í umræðuna um nauðsyn þess að setja á leiguþak að nýju á bretlandseyjum. Horfa margir til baka til þess tíma sem leiguþak var í gildi og félagslega húsnæðiskerfið var mun stærra en það er í dag. Til að mynda voru rúmlega tvær milljón íbúða seldar úr félagslega kerfinu á stjórnartíma Thatcher og á árunum eftir að hún hvarf úr embætti. Undanfarna áratugi hefur líka dregið verulega úr byggingu félagslegs húsnæði í Englandi og hlutfall þess komið í tæp sautján prósent af öllu húsnæði og er það lægsta á öllum bretlandseyjum.


Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí