Brunavarnir óásættanlegar á áfangaheimilinu Vatnagörðum

Brunavarnir voru óásættanlegar í Áfangaheimili Betra lífs að Vatnagörðum og til stóð að loka húsnæðinu af þeim sökum. Eigandi segir yfirvöld ekki sýna þessum hóp áhuga og segir gagnrýni á rekstrinum ósanngjarna.

Föstudaginn 17. febrúar kveiknaði eldur að Vatnagörðum 18 þar sem áfangaheimilið Betra líf var til húsa og hýsti 30 manns. Eldurinn kveiknaði um níu að morgni svo íbúar voru sumir hverjir enn sofandi en komust þó allir út við mis góðan leik. Enginn slasaðist þó alvarlega.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur nú lokið úttekt á húsnæðinu en þar kom í ljós að brunavörnum var verulega ábótavant. Slökkviliðið hafði gert eldvarnarskoðun í húsinu þann áttunda febrúar eða aðeins tíu dögum fyrir brunann. Samkvæmt fréttastofu Vísis sem hefur skýrsluna undir höndum segir að þar komi fram að ástand húsnæðisins teljist þá „sérlega hættulegt”. Brunahólfun hafi ekki verið í lagi, brunaviðvörunarkerfið óvirkt eða bilað, reykskynjarar huldir með lími eða taui, flóttaleiðir óskýrar og húsnæðið ekki í samræmi við teikningar. Því hafi verið brotin lög um brunavarnir auk byggingarreglugerðar.

Orðrétt segir í skýrslunni „Húsnæðið er ekki í samræmi við samþykktar teikningar sbr. reglugerð 112/2012. Teikning í gildi er frá 1991. Húsnæði hefur verið mikið breytt síðan. Starfsemi og notkun er ekki í samræmi við það sem húsnæði var hannað og byggt fyrir. Engin hönnun virðist liggja fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið,“ . Þá segir einnig að samþykkja þurfi húsnæðið af byggingafulltrúa til þeirra notkunar sem fyrirhuguð er, ef koma eigi í veg fyrir lokun þess. Einnig þurfi öryggis- og/eða lokaúttektarvottorð byggingarfulltrúa áður til að taka húsnæðið í notkun aftur.

Í byrjun janúar barst lögreglu ábending í síma um að í húsnæðinu væri búsett fólk í virkri fíkniefnaneyslu og mánuði síðar óskar lögregla eftir því að slökkvilið fari í vettvangsskoðun á staðinn bæði vegna fjölda útkalla og gruns um óásættanlegar brunavarnir. Þá var fundað um lokun rekstursins í húsinu þann 14. febrúar en viðvörun um þá lokun fékk eigandi afhenta í gær. Í millitíðinni þann 17 kom eldurinn upp.

Heiða Björk Hilmisdóttir formaður velferðasviðs Reykjavíkurborgar og formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga segist hafa fengið athugasemd um slæman aðbúnað á heimilinu fyrir brunann en að hún hafi ekkert geta aðhafst. Engar reglur eða lög séu til um rekstur slíkra heimila og setur hún spurningarmerki við það að hver sem er geti opnað áfangaheimili.

Reksturinn hefur setið undir ámælum eftir brunann en íbúar hafa verði rukkaðir um 140 þúsund krónur fyrir um 12 fermetra herbergi. Arnar Gunnar Hjálmtýsson eigandi Betra lífs segir umræðuna hafa verið ósanngjarna því hann hafi ekki hagnast á nokkurn hátt af rekstrinum og hann hafi ítrekað leitað til borgarinnar eftir stuðningi svo hægt væri að reka þar sólarhrings vöktun. Þá hafi úrræðið verið svokallað “Housing first” úrræði þar sem verði væri að koma virkum fíklum í hús á meðan beðið væri eftir meðferð. Vandinn sé algjört áhugaleysi til að hjálpa þessum hóp. Búið sé að finna bráðabirgðahúsnæði fyrir alla íbúana. Arnar telur að um íkveikju hafi verið að ræða í Vatnagörðum en lögreglan hefur enn ekki staðfest slíkt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí