Efling borgar ekki bætur vegna launataps í verkbanni

Verkalýðsmál 20. feb 2023

Efling mun ekki greiða neina styrki úr vinnudeilusjóði til félagsfólks vegna verkbanns, enda er verkbann ekki á ábyrgð félagsins auk þess sem vinnudeilusjóður stendur ekki undir þeim greiðslum.

Þetta kemur fram í tilkynningu Eflingar til félagsmanna. Þar kemur fram að verkbann sé einhliða þvingunaraðgerð sem atvinnurekandi kýs að beita, í stað þess að leysa málin með samningum við stéttarfélag síns starfsfólks. Kjósi atvinnurekandi að beita verkbanni gegn starfsfólki sínu er það alfarið á ábyrgð hans, ekki stéttarfélags.

Efling hvetur félagsfólk á vinnustöðum til að óska eftir afstöðu síns atvinnurekenda til þess hvort hann muni beita verkbanni. Best er að óska formlega eftir fundi og að biðja um að afstaða atvinnurekanda til verkbanns komi skýrt fram.

Komi til verkbanns mun Efling kalla saman félagsfólk til víðtækra mótmælaaðgerða gegn þeim atvinnurekendum sem beita því. Félagið biður félagsfólk að fylgjast með skilaboðum frá félaginu um það.

Sjá frétt á vef Eflingar.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí