Efling hefur ákveðið að fresta verkföllum sem áttu að hefjast hjá ræstingarfólki, öryggisgæslu og starfsfólki á hótelum þann 28. febrúar og samþykkt voru með miklum meirihluta atkvæð.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir þau bíða niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu SA um víðtækt verkbann áður en verkfallið verði staðfest.
Framkvæmdastjóri SA Halldór Benjamín Þorbergsson hefur haldið því fram að verkfallið væri ólöglegt þar sem Efling hafi ekki staðið rétt að verkfallsboðun og samtökunum hafi ekki borist tilkynning um það.
SA sendi fjölmiðlum og félagsmönnum sínum tilkynningu um þetta í dag en þar er vísað til sextándu greinar laga um stéttarfélög og vinnudeilur og segir„Ákvörðun um vinnustöðvun, sem hefja á í þeim tilgangi að knýja fram breytingu eða ákvörðun um kaup og kjör, ber að tilkynna sáttasemjara og þeim, sem hún beinist aðallega gegn, 7 sólarhringum áður en tilætlunin er að hún hefjist.“
Efling tilkynnti vissulega um niðurstöðu atkvæðagreiðslu og um verkfallsboðunina á heimasíðu sinni og í fjölmiðlum þann 20. febrúar.
Vísir ræddi við Elísabetu S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissáttasemjari sem staðfesti að verkfallsboðun hafi ekki borist skrifstofu ríkissáttasemjara formlega.
Hugsanlega má túlka málið sem hártoganir og lagaflækjur en engu að síður hefur Efling ákveðið að fresta vinnustöðvun þó á öðrum forsendum sé.
Efling frestar þriðju verkfallahrynu
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.