Hótelstarfsmenn og bílstjórar beðnir að vera í viðbragðsstöðu

Verkalýðsmál 19. feb 2023

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld.

Eru þessir hópar beðnir um að fylgjast náið með skilaboðum frá félaginu næstu klukkutíma.

Umræddir hópar hófu ótímabundnar verkfallsaðgerðir sínar 7. og 15. febrúar en samninganefnd frestaði aðgerðunum síðastliðið fimmtudagskvöld. Rennur frestunin út á miðnætti í kvöld.

Frétt af vef Eflingar.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí