Dagskrá fyrir næsta borgarstjórnarfund hefur verið birt á vef Reykjavíkur. Meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggur ekki fram neina tillögu. Mun í staðinn hefja „umræðu um samkeppnishæfni borga“. Sósíalistar leggja til að Reykjavíkurborg vinni gegn útvistun hjá Strætó.
Næsti borgarstjórnarfundur verður á þriðjudaginn, 6. febrúar. Allir flokkar hafa sett sín mál á dagskrá. Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram tillögu um foreldrastyrk til þeirra foreldra sem annað hvort þurfa eða kjósa að vera heima með börn sín að fæðingarorlofi loknu.
Sósíalistar ætla að leggja fram tillögu gegn útvistun hjá Strætó. Þar kemur fram að stór hluti aksturs hjá Strætó bs fari fram á vegum verktaka. Kjörin hjá vagnstjórum þar séu verri en hjá þeim beinráðnu hjá Strætó. Þessa þróun verði að stöðva.
Meirihlutinn í borginni ætlar að setja umræðu um „samkeppnishæfni borga“ á dagskrá. Ekki liggur nánar fyrir í fundargerð á hvaða nótum sú umræða verður. Meðal annarra mála á dagskrá má nefna friðlýsingu Esjuhlíða (Vinstri grænir), heimgreiðslur til foreldra (Flokkur fólksins) og umræðu um Klapp greiðslukerfi Strætó (Sjálfstæðisflokkurinn.
Dagskrá næsta borgarstjórnarfundar má sjá hér.