Sagði rangt til um samkomulag um vinnulöggjöfina

Lára V. Júlíusdóttir lögmaður fór rangt með í Silri Ríkissjónvarpsins um samstöðu aðila vinnumarkaðarins um breytingar á vinnulöggjöfinni 1996. Þær breytingar voru gerðar í andstöðu við verkalýðshreyfinguna sem mótmælti frumvarpinu, hafnaði efnisatriðum þess í umsögnum og var andsnúin lögunum. Lögin voru fyrst og fremst sveigðar að kröfum Vinnuveitendasambandsins.

Lögin voru sett á fyrsta kjörtímabili ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem sat í tólf ár og innleiddi margar breytingar á samfélaginu í anda nýfrjálshyggjunnar. Í stjórnarsáttmála var m.a. annars kveðið á um breytingar á Vinnulöggjöfinni, lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, en þrengt hafði verið að völdum og áhrifum verkalýðshreyfingarinnar víðast þar sem nýfrjálshyggjan hafði tekið yfir samfélagssáttmála eftirstríðsáranna.

Gísli Tryggvason lögmaður, sem var starfsmaður nefndarinnar sem samdi frumvarpið rifjaði upp starfið í Samtali á sunnudagsmorgni á Samstöðinni. Þar sagði hann að Sjálfstæðisflokkurinn hefði komið þessu inn í stjórnarsáttmála að kröfu Vinnuveitendasambandsins og Páll Pétursson, sem var félagsmálaráðherra Framsóknar, hálfneiddist til að koma saman þessu frumvarpi.

Verkalýðshreyfingin átti fulltrúa í nefndinni en sagði sig frá henni þegar ljóst var hvert stefndi. Það má sjá og lesa af viðbrögðum forystumanna þegar frumvarpið leit dagsins ljós.

Félagsmálaráðherra kastar stríðshanskanum og málið er ónýtt, hafði DV eftir Benedikt Davíðssyni þáverandi forseta Alþýðusambandsins.

Það er því augljóst að Lára V. Júlíusdóttir fór með rangt mál í Silfrinu.

Í Morgunblaðinu lýsti Benedikt svikunum. Hann sagði ráðherra hafa slitið viðræðum sem voru í gangi milli aðila vinnumarkaðarins um samskiptareglur á vinnumarkaði.

„Þegar þessi vinna var sett í gang var það meginatriðið að reynt yrði að koma saman einhverju regluverki sem leiddi til samkomulags á milli aðila um framvindu mála við lausn kjaradeilna. Við í Alþýðusambandinu töldum að miklar líkur væru á að það mætti koma á einhverju samkomulagi og ekki væri útilokað að eitthvað af því sem við næðum samkomulagi um yrði fest í lög. Nú þegar búið er að kippa okkur út úr málinu og setja fram frumvarp á allt öðrum grunni er málið allt komið i uppnám,“ sagði Benedikt við Moggann.

Formannafundur ASÍ samþykkti ályktun gegn frumvarpinu. Þar stóð meðal annars:

„Þau frumvarpsdrög sem nú liggja fyrir fela í sér takmörkun á réttindum launafólks eins og samnings- og verkfallsrétti og umboði og hlutverki einstakra stéttarfélaga í kjaramálum umbjóðenda sinna. Formenn landssambanda innan ASÍ vilja að aðilar vinnumarkaðarins semji á breiðum grundvelli um samskiptareglur og vinnubrögð við gerð kjarasamninga og fleiri atriði líkt og aðilar vinnumarkaðarins í nágrannalöndunum hafa gert til fjölda ára. Þá er einnig mikilvægt að stærstu samtök á vinnumarkaðnum hugi að innra skipulagi sínu og á það jafnt við um samtök atvinnurekenda og launafólks.“

Enginn í Silfrinu leiðrétti það sem Lára V. Júlíusdóttir sagði, þótt það hafi verið þvert á það sem gerðist. Sumt af lögunum var lagfært eftir andmæli verkalýðshreyfingar og stjórnarandstöðu en flest öll meginatriði krafna Vinnuveitendasambandsins héldust inni. Í frumvarpinu var t.d. gert ráð fyrir að 1/3 félagsmanna þyrfti til að fella miðlunartillögu en það varð að 25% í lögunum. Breytingarnar voru því litlar og allt frumvarpið bar með sér úr hvaða ranni það kom.

Hér má sjá og horfa á Samtalið á sunnudegi við Gísla Tryggvason lögmann, þar sem hann ræðir frumvarpsgerðina ítarlega:

Myndin er af Láru V. Júlíusdóttur í Silfrinu í morgun.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí